Fara beint í efnið

Fæðingarstyrkur utan vinnumarkaðar

Sækja um fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar

Almennt

Foreldrar sem eru ekki í vinnu, eða eru í minna en 25% starfshlutfalli, geta átt rétt á fæðingarstyrk.

  • 6 mánuðir er réttur foreldris.

  • 12 mánuðir er því heildarréttur tveggja foreldra.

  • 6 vikur eru framseljanlegar til hins foreldrisins.

Báðir foreldrar geta hafið töku fæðingarstyrks frá 1. degi þess mánaðar sem barn fæðist í eða síðar.

Skilyrði

  • Það er nauðsynlegt að vera með lögheimili á Íslandi.

Undanþágur frá þessu skilyrði eru veittar þegar foreldri var búsett í öðru EES-ríki eða foreldri hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar eða mannúðarsjónarmiða.

Nánar um rétt til fæðingarstyrks

Upphæð

97.085 krónur er mánaðarlegur styrkur til foreldris utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi.

Með reiknivélinni er hægt að sjá mögulegar upphæðir fæðingarstyrks.

  • Fæðingarstyrkur er föst upphæð.

  • Tekin er staðgreiðsla af styrknum.

  • Þessi upphæð á við um styrki vegna barna sem eru fædd á árinu 2024.

Upphæðir vegna barna sem fæðast 2025 verða gefnar út um áramótin samkvæmt lögum.

Sækja um

Tímabil fæðingarstyrks

  • Hægt er að hefja töku styrks fyrsta dag mánaðar sem barn fæðist í.

  • Það má skipta greiðslutímabili fæðingarstyrks á fleiri en eitt tímabil en hvert tímabil má ekki vera styttra en 2 vikur.

  • Ef foreldri hefur verið í vinnu síðustu tvo mánuði fyrir fæðingu barns er heimilt að taka styrkinn í minnkuðu hlutfalli í samráði við vinnuveitanda.

Tekjumissir bættur

Foreldri getur verið heimilt að fá þann tekjumissi bættan sem greiðsla fæðingarstyrks bætir ekki og er þá miðað við að vinnuveitandi megi bæta mismun á greiðslu fæðingarstyrks og meðaltals heildarlauna síðustu 2 mánaða fyrir fæðingarmánuð barns eða þann mánuð sem barn kom inn á heimili við frumættleiðingu eða varanlegt fóstur.

Greiðslur frá vinnuveitanda sem eru ætlaðar fyrir annað tímabil en það sem foreldri fær greiddan fæðingarstyrk koma ekki til frádráttar styrknum.

Tekjumissir bættur af vinnuveitanda

Foreldri getur verið heimilt að fá tekjumissi bættan sem greiðsla fæðingarstyrks bætir ekki. Þá er miðað við að vinnuveitandi megi bæta mismuninn á upphæð fæðingarstyrks og meðaltali heildarlauna síðustu 2 mánuði fyrir fæðingarmánuð barns, eða þann mánuð sem barn kom inn á heimili við frumættleiðingu eða varanlegt fóstur.

Ef greiðslur eru hærri en sem nema þessu meðaltali er hætta á að foreldri fái of háan styrk greiddan miðað við réttindi. Foreldrar eru því hvattir til að hafa samband við Fæðingarorlofssjóð til að vita hver upphæðin er sem ekki má fara yfir. Netfang: faedingarorlofssjodur@vmst.is

Sækja um fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun