Fara beint í efnið

Fæðingarstyrkur utan vinnumarkaðar

Sækja um fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar

Á þessari síðu

Réttur til fæðingarstyrks

Aðrar greiðslur

Umsækjandi getur ekki fengið fæðingarstyrk og þessar greiðslur á sama tíma:

  • Atvinnuleysisbætur.

  • Endurhæfingarlífeyri.

  • Slysadagpeninga frá Tryggingastofnun.

  • Sjúkradagpeninga frá Tryggingastofnun.

  • Foreldragreiðslur vegna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

  • Greiðslur vegna orlofs eða starfsloka.

  • Greiðslur frá öðrum ríkjum vegna sömu fæðingar og fyrir sama tímabil. Þessar greiðslur koma til frádráttar.

Aukinn réttur til fæðingarstyrks

Eitt foreldri færi aukinn rétt

Forsjárlausir foreldrar

Forsjárlaust foreldri getur nýtt rétt sinn til fæðingarstyrks.

Samþykki fyrir umgengni

Forsjárlaust foreldri þarf að fá samþykki þess foreldris sem fer með forsjá barnsins um að það hafi umgengni við barnið þann tíma sem greiðslur fæðingarstyrks standa yfir.Það er hægt að samþykkja umgengni þegar sótt er um fæðingarstyrk á netinu.

Viðurkenning á faðerni

Ef foreldrar eru ekki í hjónabandi eða skráðri sambúð þarf að feðra barnið, það er, faðernisviðurkenning verður að fara fram og fæðingarvottorð að berast útgefið af Þjóðskrá.Faðernisviðurkenning getur farið fram hjá Þjóðskrá, sýslumanni eða fyrir dómara í dómsmáli til feðrunar barns.

Um forsjá og rétt til fæðingarorlofs

Sameiginleg forsjá

Ef foreldrar barns eru í hjónabandi eða skráðri sambúð við fæðingu barns eru foreldrar með sameiginlega forsjá.Ef barnshafandi foreldri er ekki í hjónabandi eða skráðri sambúð við fæðingu barns fer það foreldri eitt með forsjá þess.

Endurúthlutun réttinda

Foreldri kann að eiga inni rétt til fæðingarstyrks í kjölfar endurgreiðslu.

Önnur skilyrði til fæðingarstyrks verða að vera uppfyllt. Það þýðir að að réttur til fæðingarstyrks má ekki hafa fallið niður vegna aldurs barns eða of langt vera um liðið frá því að barn kom inn á heimili við frumættleiðingu eða varanlegt fóstur.

Réttur fellur niður

  • Réttur til fæðingarstyrks fellur niður frá þeim degi er foreldri lætur frá sér barn vegna ættleiðingar, uppeldis eða fósturs. Í þessum tilvikum eiga kynforeldrar sameiginlegan rétt á greiðslu fæðingarstyrks í 2 mánuði eftir fæðingu barns.

  • Þá fellur réttur til fæðingarstyrks niður við andlát barns. Foreldri kann að eiga rétt til sorgarstyrks.

Sækja um fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun