Fara beint í efnið

Umsókn um fæðingarorlof

Umsókn um fæðingarorlof

Á þessari síðu

Réttur til fæðingarorlofs

Almennar upplýsingar um rétt til fæðingarorlofs

  • Réttur foreldris er 6 mánuðir.

  • Heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris.

  • Hægt er að byrja í fæðingarorlofi allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns.

Vinna

Réttur til fæðingarorlofs myndast þegar foreldri hefur unnið á Íslandi samfellt síðustu 6 mánuðina fyrir fæðingardag barns, í að minnsta kosti 25% starfshlutfalli sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.

25% starfshlutfall

Fullt starf er 172 vinnustundir á mánuði, svo að 43 vinnustundir á mánuði myndu almennt teljast vera 25% starf. Fullt starf getur þó verið skilgreint öðruvísi í kjarasamningi og þá er frekar tekið mið af skilgreiningu í samningnum. Foreldrar sem eru ekki í vinnu eða í minna en 25% starfi geta átt rétt á fæðingarstyrk.

Fyrir utan hefðbundin störf telst eftirfarandi líka til þátttöku á vinnumarkaði:

Lengra fæðingarorlof

Í eftirfarandi tilvikum eykst réttur foreldra til fæðingarorlofs.

Eitt foreldri fær allt að 12 mánaða rétt

Í eftirfarandi tilvikum eykst réttur eins foreldris til fæðingarorlofs.

Forsjárlausir foreldrar

Forsjárlaust foreldri getur nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs.

Um forsjá og rétt til fæðingarorlofs

Sameiginleg forsjá

Ef foreldrar barns eru í hjónabandi eða skráðri sambúð við fæðingu barns eru foreldrar með sameiginlega forsjá.

Ef barnshafandi foreldri er ekki í hjónabandi eða skráðri sambúð við fæðingu barns fer það foreldri eitt með forsjá þess.

Réttur fellur niður

Réttur til fæðingarorlofs fellur niður:

  • þegar barn verður tveggja ára eða tveimur árum eftir að barnið kom inn á heimilið vegna ættleiðingar eða varanlegs fósturs.

  • við andlát barns. Foreldrar geta þá átt rétt á sorgarleyfi.

  • frá þeim degi er foreldri lætur frá sér barn vegna ættleiðingar, uppeldis eða fósturs. Í þessum tilvikum geta kynforeldrar átt sameiginlegan rétt á tveggja mánaða fæðingarorlofi eftir fæðingu barns.

Umsókn um fæðingarorlof

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun