Fara beint í efnið

Umsókn um fæðingarorlof

Umsókn um fæðingarorlof

Á þessari síðu

Tímabil fæðingarorlofs

Almennar upplýsingar um tímabil fæðingarorlofs

  • Báðir foreldrar geta byrjað fæðingarorlof allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns, eða síðar.

  • Barnshafandi foreldri verður að taka orlof fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu. Ef viðkomandi velur að taka orlof ekki á þeim tíma dragast þær tvær vikur frá réttindum.

  • Það þarf að taka fæðingarorlofið á fyrstu 24 mánuðum í lífi barnsins.

  • Hvert tímabil getur minnst verið 2 vikur.

  • Launafólk á rétt á að taka fæðingarorlof í einu lagi.

  • Það má líka skipta fæðingarorlofi niður á fleiri tímabil eða taka það með minnkuðu hlutfalli, í samráði við vinnuveitanda.

Samkomulag við vinnuveitanda

Ef vinnuveitandi getur ekki samþykkt óskir um skipulag tímabila orlofsins þarf hann að leggja til annað fyrirkomulag í samráði við umsækjanda. Það skal gert skriflega, til dæmis í tölvupósti, þar sem ástæður koma fram fyrir breyttu fyrirkomulagi.

Breyta tímabili eða skrá nýtt tímabil

Það er hægt að breyta tímabili sem var búið að skrá og skrá nýtt tímabil eftir að orlofið hefst. Þetta er gert í sömu umsókn og var send til að sækja um. Umsóknin er á Mínum síðum á Ísland.is, undir Umsóknir. Það á ekki að búa til nýja umsókn.

Mínar síður á Ísland.is

Nýting persónuafsláttar fyrir hvert tímabil

Þegar nýtt tímabil fæðingarorlofs er skráð þarf að senda aftur inn umsókn um að nýta persónuafslátt hjá fæðingarorlofssjóði.

Beiðni um nýtingu persónuafsláttar

Umsókn um fæðingarorlof

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun