Vinnumálastofnun sér um útreikninga og greiðslur atvinnuleysisbóta auk þess að halda skrá yfir laus störf og miðla þeim.
Stofnunin safnar einnig og miðlar upplýsingum um atvinnuástand, atvinnuleysi og framtíðarhorfur í atvinnugreinum. Ýmis úrræði eru skipulögð fyrir mismunandi hópa fólks án atvinnu eins og námskeið, endurhæfing og ráðgjöf.
Stór hluti þjónustu Vinnumálastofnunar snýr jafnframt að samskiptum við atvinnurekendur.