Fara beint í efnið

Dvalarstyrkur fyrir barnshafandi foreldri

Dvalarstyrkur kemur til móts við kostnað barnshafandi foreldris vegna gistingar, til dæmis vegna:

  • áhættumeðgöngu,

  • fjarlægðar,

  • óveðurs,

  • eða verkfalls.

Skilyrði

  • Það er mat sérfræðilæknis að foreldrið þurfi að sækja nauðsynlega þjónustu sem tengist meðgöngu og fæðingu.

  • Umsækjandi þarf að eiga rétt á annað hvort fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk.

Sækja um

Sótt er um dvalarstyrk eftir að barn er fætt. Þá þarf að sækja um styrkinn innan sex mánaða frá fæðingardegi en eftir þann tíma fellur réttur til styrksins niður.

Vottorð sérfræðilæknis

Til að sækja um dvalarstyrk er sent inn vottorð sérfræðilæknis sem hefur annast foreldrið. Á vottorðinu þarf að koma fram rökstuðningur fyrir því að viðkomandi foreldri hafi þurft að dvelja fjarri heimili sínu í tiltekinn tíma fyrir áætlaðan fæðingardag barns. Einnig þarf að koma fram hvort foreldrið hafi dvalið á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun á því tímabili.

Það er hægt að skila vottorðinu hér: Skila gögnum rafrænt

Reglur

  • Heimilt er að greiða dvalarkostnað barnshafandi foreldris fjarri heimili 14 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu.

  • Ef um fjölburameðgöngu er að ræða er heimilt að byrja að greiða dvalarkostnað 28 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu.

  • Dvalarstyrkur er ekki greiddur fyrir tíma sem barnshafandi foreldri dvelur á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun.

Upphæð

38.100 krónur eru greiddar fyrir gistingu í einn sólarhring.

Miðað er við sömu reglur og gilda um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands.

Staðgreiðsla og persónuafsláttur

Staðgreiðsla er dregin af styrknum. Ef umsækjandi vill nýta persónuafslátt þarf að senda inn beiðni.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun