Fara beint í efnið

Almennt

Sorgarleyfi er leyfi frá launuðum störfum eftir barnsmissi. Foreldri á rétt til sorgarleyfis í allt að:

  • 6 mánuði frá þeim degi sem það verður við andlát barns yngra en 18 ára.

  • 3 mánuði frá þeim degi er andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu.

  • 2 mánuði frá þeim degi er fósturlát á sér stað eftir 18 vikna meðgöngu.

Foreldrar sem eru ekki í vinnu eða í minna en 25% starfi geta átt rétt á sorgarstyrk.

Upphæðir

Hámarksgreiðsla

700.000 krónur á mánuði.

Lágmarksgreiðslur

  • 160.538 krónur á mánuði til foreldris í 25 – 49% starfi.

  • 222.494 krónur á mánuði til foreldris í 50 – 100% starfi.

Hvaða tímabil er miðað við?

Við útreikning er miðað við við 6 mánaða samfellt tímabil á íslenskum vinnumarkaði sem lýkur 2 almanaksmánuðum fyrir barnsmissi, andvanafæðingu eða fósturlát. Það má ekki miða við færri en 3 mánuði við útreikning.

Upphæðir og útreikningur

Umsóknarferli

Fyrsta skref í umsóknarferlinu er að láta vinnuveitanda vita.

80% af meðaltali heildarlauna yfir ákveðið tímabil er mánaðargreiðsla til foreldris í sorgarleyfi.

Útreikningur á greiðslum byggir á upplýsingum sem Vinnumálastofnun aflar um tekjur foreldra úr skattframtölum, staðgreiðsluskrá og tryggingagjaldsskrá skattyfirvalda.

Tímabil sorgarleyfis

  • Foreldrar eiga rétt á að taka sorgarleyfi í einu lagi.

  • Hægt er að skipta sorgarleyfi niður á fleiri tímabil í samráði við vinnuveitanda. Einnig er hægt að taka það samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

  • Hvert tímabil sorgarleyfis þarf að vera að minnsta kosti 2 vikur.

Umsóknarferli og tímabil sorgarleyfis

Starfstengd réttindi

Sorgarleyfi er hluti starfstíma þegar ýmis starfstengd réttindi eru metin. Dæmi um starfstengd réttindi eru réttur til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkun, veikindaréttur, uppsagnarfrestur og réttur til atvinnuleysisbóta.

Réttur til starfs og vernd gegn uppsögnum

Það er óheimilt að segja upp starfsmanni vegna þess að viðkomandi hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku sorgarleyfis eða er í sorgarleyfi nema gildar ástæður séu fyrir hendi. Þá skal skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni.

Lesa meira

Lög um sorgarleyfi

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun