Fara beint í efnið

Sorgarleyfi

Réttur til sorgarleyfis

Réttur til sorgarleyfis myndast þegar:

  1. foreldri hefur unnið á Íslandi samfellt síðustu 6 mánuðina fyrir barnsmissi,

  2. í að minnsta kosti 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði,

  3. sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.

Réttur stofnast þann dag sem foreldri verður fyrir barnsmissi og fellur niður 24 mánuðum síðar.

Allur ótekinn réttur á fæðingarorlofi fellur niður við andlát barns.

Lögheimili á Íslandi

Foreldri þarf að eiga lögheimili á Íslandi við barnsmissi, andvana fæðingu eða fósturlát. Foreldri þarf að hafa átt lögheimili hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir þann tíma.

Frá árinu 2023

Lög um sorgarleyfi eiga við foreldra sem verða fyrir barnsmissi, andvanafæðingu eða fósturláti 1. janúar 2023 eða síðar. Þá tóku lög um sorgarleyfi fyrst gildi.

Þau sem eiga rétt á sorgarleyfi

  • Foreldrar.

  • Forsjáraðilar.

  • Þau sem hafa gengt foreldraskyldu gagnvart barninu lengur en síðustu 12 mánuði fyrir barnsmissi.

  • Stjúpforeldri eða fósturforeldri sem hefur verið í skráðri sambúð eða gift foreldri eða forsjáraðila barnsins, eða verið með barnið í fóstri, lengur en 12 mánuði fyrir barnsmissinn.

Hægt er að senda tölvupóst til: faedingarorlof@vmst.is ef nánari upplýsinga er óskað um rétt til sorgarleyfis.

Launuð störf

Réttur til sorgarleyfis myndast þegar foreldri hefur:

  • unnið á Íslandi samfellt síðustu 6 mánuðina fyrir barnsmissi

  • í að minnsta kosti 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði.

Fyrir utan hefðbundin störf telst eftirfarandi líka til þátttöku á vinnumarkaði:

25% starfshlutfall

Fullt starf er 172 vinnustundir á mánuði, svo að 43 vinnustundir á mánuði myndu almennt teljast vera 25% starf. Fullt starf getur þó verið skilgreint öðruvísi í kjarasamningi og þá er frekar tekið mið af skilgreiningu í samningnum. Foreldrar sem eru ekki í vinnu eða í minna en 25% starfi geta átt rétt á sorgarstyrk.

Eigin rekstur

Fullt starf foreldris sem starfar við eigin rekstur miðast við að foreldri hafi greitt mánaðarlega staðgreiðsluskatt og tryggingagjald af reiknuðu endurgjaldi eða launum er nemur að lágmarki viðmiðunarfjárhæð ríkisskattstjóra í viðkomandi starfsgrein eða samkvæmt kjarasamningi.

Aðrar greiðslur

Foreldri getur ekki fengið greiðslur sorgarleyfis og þessar greiðslur á sama tíma:

  • Greiðslur vegna orlofs eða starfsloka.

  • Fæðingarorlofsgreiðslur.

  • Atvinnuleysisbætur.

  • Endurhæfingarlífeyri.

  • Sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði stéttarfélags.

  • Sjúkradagpeninga frá Tryggingastofnun.

  • Slysadagpeninga frá Tryggingastofnun.

  • Greiðslur samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

  • Foreldri sem nýtur bóta frá tryggingafélagi sem koma í stað launa vegna tímabundins atvinnutjóns getur ekki á sama tímabili nýtt rétt sinn til greiðslna í sorgarleyfi.

Greiðslur frá öðrum ríkjum vegna sama barnsmissis, sömu andvanafæðingar eða sama fósturláts, fyrir sama tímabil, koma til frádráttar greiðslum í sorgarleyfi.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun