Fara beint í efnið

Umsókn um U1-vottorð vegna flutnings til Íslands

Sækja um U1-vottorð

Þau sem eru orðin atvinnulaus og ætla að vera áfram á Íslandi og þiggja atvinnuleysisbætur sækja um U1.

U1-vottorðið

Einstaklingur sem ætlar í atvinnuleit á Íslandi getur fengið vottað að hafa verið atvinnuleysistryggður í öðru EES-ríki með U1-vottorði. Þannig má auka rétt til atvinnuleysisbóta á Íslandi.

Flutt frá EES-ríki eða Bretlandi til Íslands

Til að hægt sé að reikna tryggingar- og starfstímabilum í öðru EES-ríki með þarf umsækjandi að hafa starfað á Íslandi eftir að hafa komið til landsins og áður en viðkomandi sækir um atvinnuleysisbætur.

Ef umsækjandi hefur ekki unnið neitt á Íslandi getur Vinnumálastofnun ekki litið til tímabils U1-vottorðsins til að auka rétt til atvinnuleysisbóta á Íslandi.

Dæmi: Eftir að hafa flutt frá Hollandi til Íslands var Styrmir í 25% starfi í mánuði. Þegar hann missti vinnu sína sótti hann strax um bætur. Vinnumálastofnun getur því óskað eftir U1 vottorði frá Hollandi til að auka bótarétt hans á Íslandi.

Dæmi: Anna starfaði í 3 ár á Spáni og hefur unnið sér inn rétt til atvinnuleysisbóta þar. Hún flytur til Íslands og fær vinnu.

Eftir 2 mánuði i starfi missir Anna vinnunna og sækir um atvinnuleysisbætur. Hún á einungis 2ja mánaða vinnusögu að baki miðað við vinnusögu á Íslandi en getur með U1 sýnt fram á 3 ára vinnusögu á Spáni.

Það reiknast með sem áunninn réttur til atvinnuleysistrygginga á Íslandi.

Flutt frá Norðurlöndunum

Sérstakar reglur gilda um umsækjendur sem flytja til Íslands frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi eða Svíþjóð. Þá er hægt að líta til starfstímabils í þessum ríkjum.

Skilyrði er að umsækjandi hafi starfað á Íslandi á síðastliðnum fimm árum frá móttökudegi umsóknar um atvinnuleysisbætur.

Dæmi: Þórkatla hefur búið í Svíþjóð og er að flytja til Íslands. Hún er atvinnulaus og sækir um atvinnuleysisbætur á Íslandi. Hún á mánaðar vinnusögu á Íslandi á síðustu 5 árum.

Hún getur því óskað eftir því að Vinnumálastofnun sæki U1 frá Svíþjóð til að hækka bótarétt á Íslandi.

Starfstími á Íslandi nýttur til ávinnslu atvinnuleysisbóta erlendis

EES-löndin hafa sameiginlegan vettvang, EESSI, þar sem atvinnuleysisstofnanir skiptast á upplýsingum um starfsferil og réttindi.

Vinnumálastofnun þess lands þar sem á að nota U1-vottorðið í óskar eftir því rafrænt fyrir einstaklinga. Rafræna umsóknin sem er efst á þessari síðu er ekki notuð.

Hægt er að gefa út U1-vottorð til einstaklinga ef viðkomandi:

  • er með staðfest netfang hjá Vinnumálastofnun

  • kemur á þjónustuskrifstofu, framvísar gildum skilríkum og sækir um U1-vottorðið.

Sækja um U1-vottorð

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun