Fara beint í efnið

Staðfesting starfstímabila á Íslandi vegna flutninga til EES lands - U1-vottorð

U1-vottorð

Einstaklingur sem ætlar að flytja til lands innan EES getur fengið vottað að hafa verið atvinnuleysistryggður á Íslandi með U1-vottorði. Þannig má auka rétt til atvinnuleysisbóta í öðru landi innan EES.

Starfstími á Íslandi nýttur til ávinnslu atvinnuleysisbóta erlendis

Ferlið er rafrænt milli EES landa þar sem Vinnumálastofnanir skiptast á upplýsingum um vinnusögu og réttindi einstaklinga. U1 vottorð er því yfirleitt ekki gefið út til einstaklinga.

Vinnumálastofnun þess lands þar sem á að nota U1-vottorðið í óskar eftir því rafrænt fyrir einstaklinga.

Hægt er að gefa út U1-vottorð til einstaklinga ef viðkomandi:

  • er með staðfest netfang hjá Vinnumálastofnun

  • sækir U1 á þjónustuskrifstofu og framvísar gildum skilríkum.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun