Fara beint í efnið

Sorgarleyfi

Umsóknarferlið

  1. Það er mælt með því að tilkynna vinnuveitanda eins fljótt og hægt er um nýtingu sorgarleyfis: Tilkynning um tilhögun sorgarleyfis (pdf).

  2. Svo er Fæðingarorlofssjóði sent afrit af tilkynningunni. Það er hægt að senda afritið á netinu.

  3. Sækja um greiðslur í sorgarleyfi.

  4. Senda þarf læknisvottorð eða staðfestingu frá sjúkrahúsi þar sem tímalengd meðgöngu kemur fram og hverjir foreldrar barnsins séu.

Hafi foreldri skilað inn umsókn um fæðingarorlof áður en til fósturláts eða andvana fæðingar kom gæti þurft að skila nýrri tilkynningu um tilhögun sorgarleyfis.

Samkomulag við vinnuveitanda

Ef vinnuveitandi getur ekki samþykkt óskir um skipulag tímabila sorgarleyfis þarf hann að leggja til annað fyrirkomulag í samráði við umsækjanda. Það skal gert skriflega, til dæmis í tölvupósti, þar sem ástæður koma fram fyrir breyttu fyrirkomulagi.

Ein tilkynning fyrir hvern vinnuveitanda

Ef foreldri var með fleiri en 1 vinnuveitanda á 6 mánaða tímabilinu fyrir barnsmissi þarf að fylla út eina tilkynningu fyrir hvern vinnuveitanda.

Starfslokavottorð ef foreldri hefur látið af störfum hjá vinnuveitanda.

Breyta tímabilum

Vilji foreldri breyta áður tilkynntu skipulagi leyfis, það er, tilhögun, þarf að tilkynna vinnuveitanda það að minnsta kosti einni viku fyrir upphafsdag nýrrar tilhögunar leyfisins.

Nýting persónuafsláttar fyrir hvert tímabil

Þegar nýtt tímabil er skráð þarf að senda aftur inn umsókn um að nýta persónuafslátt, sé þess óskað.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun