Fara beint í efnið
Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Tölum um fólk á flótta

Jóladagatal RÚV í ár fjallar meðal annars um fólk á flótta. Það er vel tímasett því aldrei áður hafa jafn margir flúið til Íslands eins og árið 2022. Það þýðir að aldrei áður hafa jafnmörg börn á Íslandi átt bekkjarsystkin og nágranna sem hafa þurft að flýja heimalönd sín.

RogM

Persónur þáttanna eru skáldaðar en áhorfendur velta því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Randalín og Mundi eru klárir krakkar sem spyrja margra skynsamlegra spurninga um flóttafólk. Fullorðna fólkið í þáttunum á hins vegar oft ekki til nein svör við spurningum þeirra. Fyrir þá krakka, foreldra og kennara, sem eru að velta þessum spurningum fyrir sér, ákváðum við hjá Útlendingastofnun að taka saman upplýsingar í tengslum við efni þeirri þátta sem fjalla um málefni flóttafólks. Við vonum að upplýsingarnar nýtist sem grunnur að góðum samtölum á aðventunni og í framtíðinni.