Stjórnarnefndarfundur Þjóðskjalasafns var haldinn í síðustu viku, hinn þriðji á árinu. Það var síðasti fundur núverandi formanns stjórnar, Önnu Agnarsdóttur. Henni voru færð blóm í lok fundar og þakkað fyrir vel unnin störf síðastliðin átta ár, en það er hámarksseta fulltrúa í stjórnarnefnd.