Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Nýtt skipurit Þjóðskjalasafns tók gildi 1. janúar 2026

5. janúar 2026

Um áramótin tóku gildi breytingar á skipuriti Þjóðskjalasafns sem snúa einkum að hagræðingu og aukinni skilvirkni starfseminnar í kjölfar fjölgunar verkefna og starfsfólks.

Svið safnsins hafa nú fengið ný heiti og starfsfólk hefur flust á milli sviða í kjölfar breytinga á verkefnum með verklokum í þjóðlenduverkefninu. Lokahnykkur verður síðan lagður á uppbyggingu rekstrarsviðsins í upphafi þessa árs með ráðningu kerfisstjóra.

  • Kjarnasviðin heita nú Miðlunar- og rannsóknasvið og Skjalastjórnar- og skjalavörslusvið.

  • Fageiningin Upplýsingaþjónusta hefur verið færð af Skjalastjórnar- og skjalavörslusviði yfir á Miðlunar- og rannsóknasvið.

  • Allt starfsfólk kjarnasviða tilheyrir nú teymi með fagstjóra.

  • Nýtt starf fagstjóra einkaskjalasafna varð til.