Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefur staðfest viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknsjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. Samningur þess efnis var undirritaður í dag við sjúkrahúsið á Vogi.