Kæruleiðir
Úrskurðarnefnd velferðarmála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er hlutverk hennar að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð og óháð í störfum sínum en heyrir stjórnskipulega undir félagsmálaráðuneytið.
Heimilisfang nefndarinnar er að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.
Í þjónustuveri Sjúkratrygginga að Vínlandsleið 16 og hjá umboðsmönnum um land allt liggja frammi eyðublöð til að kæra. Starfsmenn eru reiðubúnir að aðstoða við útfyllingu þeirra.
Einnig má sækja eyðublaðið rafrænt.