Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Túlkaþjónusta

15. janúar 2026

Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn

Sjúkratryggingar annast greiðslur fyrir túlkaþjónustu í samræmi við rammasamning Ríkiskaupa (nú Fjársýsla ríkisins) um þýðinga- og túlkaþjónustu.

Sjúkratryggingar vekja athygli á því að samkvæmt rammasamningi eiga heilbrigðisstarfsmenn að kaupa inn af rammasamningi þjónustu vegna einstakra verkefna með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Þá skal við bein kaup í rammasamningi velja á grundvelli lægsta verðs, þ.e. að hafa fyrst samband við þann þjónustuaðila sem er með lægsta verðið og síðan koll af kolli ef viðkomandi þjónustuaðili getur ekki sinnt verkefni. Í rammasamningnum er tæmandi talið hvaða þjónustuaðilum kaupa á túlkaþjónustu af. Í undantekningartilvikum er heimilt að kaupa túlkaþjónustu af þjónustuaðila sem ekki er á rammasamningi ef málefnalegar ástæður liggja fyrir, eins og til dæmis vegna sértækra þarfa. Þetta getur átt við í tilvikum þegar enginn þjónustuaðili á rammasamningi getur útvegað túlk á tungumáli sem sjúklingur skilur, eða getur ekki af öðrum sérstökum ástæðum útvegað nauðsynlega túlkaþjónustu. Undantekningar eru þó eðli málsins samkvæmt túlkaðar þröngt.

Sjúkratryggingar leggja ríka áherslu á að heilbrigðisstarfsmenn kynni sér hvort þjónustuaðili sé á rammasamningi áður en gerð er beiðni um túlkaþjónustu. Sé leitað út fyrir rammasamning er ekki hægt að gera ráð fyrir greiðslu Sjúkratrygginga. Rammasamningurinn gildir til 7. mars 2026.