Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Ný áhættustýringarstefna Sjúkratrygginga Íslands

15. janúar 2026

Áframhaldandi vegferð til að efla faglega, gagnsæja og ábyrga stjórnsýslu

Sjúkratryggingar Íslands hafa gefið út nýja áhættustýringarstefnu sem er hluti af áframhaldandi vegferð stofnunarinnar til að efla faglega, gagnsæja og ábyrga stjórnsýslu. Stefnan styður við þróun starfshátta sem miða að því að styrkja þjónustu við almenning og tryggja ábyrga meðferð opinbers fjár.

Stefnan skilgreinir meðal annars hvernig Sjúkratryggingar greina, meta, fylgjast með og stýra áhættu sem getur haft áhrif á skilvirkni og nýtingu opinbers fjár, þjónustu, rekstur og traust almennings. Hún skilgreinir kerfisbundna nálgun á áhættustýringu, styður við gæðastarf og undirstrikar mikilvægi gagnadrifinna og ábyrgra vinnubragða í daglegu starfi.

„Áhættustýring er órjúfanlegur þáttur í veitingu öruggrar, skilvirkrar og samræmdrar þjónustu. Hún hjálpar okkur að greina og stýra óvissu á markvissan hátt og styrkir þannig hlutverk Sjúkratrygginga við að tryggja réttindi og þjónustu fyrir alla notendur heilbrigðisþjónustu,“ segir Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.

Nýja áhættustýringarstefnan er nú aðgengileg á vef Sjúkratrygginga, Stefnur | Sjúkratryggingar .