Ferða- og dvalarkostnaður
Hægt er að sækja um endurgreiðslur fyrir ferðakostnað vegna heilbrigðisþjónustu innanlands. Skilyrði er að ferðast sé að læknisráði til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar taka þátt í að greiða fyrir.
Hægt er að sækja um endurgreiðslu ef:
Ferðin er lengri en 20 kílómetrar.
Sambærileg þjónusta er ekki í boði í heimabyggð þinni.
Ferðin sjálf tekur styttri tíma en eina viku nema um sé að ræða innlögn á sjúkrahús eða lengri sjúkdómsmeðferð.
Fjórar eða færri ferðir á almanaksári
Hægt er að sækja um endurgreiðslu fyrir fjórar ferðir á hverju almanaksári. Gögn sem þurfa að fylgja með:
Farseðill vegna flugs, ferju, áætlunarbíls eða almenningssamgangna.
Kvittun fyrir eldsneytiskaupum ef farið var á einkabíl.
Staðfestingu á komu til læknis eða afrit af reikningi ef Sjúkratryggingum hafa ekki borist rafrænar upplýsingar um komu/innlögn frá meðferðaraðila.
Fleiri en fjórar ferðir á almanaksári
Sjúkratryggingar endurgreiða fyrir ítrekaðar langar ferðir vegna:
Illkynja sjúkdóma.
Nýrnabilunar.
Alvarlegra hjartasjúkdóma.
Alvarlegra sjúkdóma barna.
Alvarlegra geðsjúkdóma.
Alvarlegra vandamála á meðgöngu.
Tæknifrjóvgunarmeðferðar sem Sjúkratryggingar taka þátt í.
Tannlækninga vegna mjög alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma
Fyrirbyggjandi meðferðar sem ætlað er að koma í veg fyrir illkynja sjúkdóma hjá einstaklingum sem hafa auknar líkur á slíkum sjúkdómum vegna erfðaþátta.
Einnig er heimilt að sækja um endurgreiðslu fyrir heimferð eftir bráðaflutning.
Gögn sem þurfa að fylgja:
Skýrsla vegna ferðakostnaðar, eyðublað sem læknir eða ljósmóðir fylla út
Kvittanir vegna flugs, ferju, áætlunarbíls, almenningssamgangna eða vegtolla.
Kvittanir vegna eldsneytiskaupa ef farið var á einkabíl.
Staðfestingu á komu til læknis eða afrit af reikningi ef Sjúkratryggingum hafa ekki borist rafrænar upplýsingar um komu/innlögn frá meðferðaraðila.
Skil á gögnum
Hægt er að skila gögnum rafrænt í gegnum Gagnaskil einstaklinga eða á pappír til umboðs Sjúkratrygginga hjá sýslumanni í heimabyggð.
Hvað er endurgreitt?
Sjúkratryggingar endurgreiða 2/3 af fargjaldi með flugi, ferju eða áætlunarbíl. Ef einstaklingur fer á eigin bíl þá er kostnaður reiknaður út frá vegalengd og kílómetragjaldi.
Einstaklingar greiða 1/3 hluta kostnaðarins, þó aldrei meira en 1500 kr. í hverri ferð fram og til baka.
Kostnaðarhluti einstaklings lækkar í 500 krónur fyrir hverja ferð ef einstaklingur hefur nú þegar greitt yfir 10.000 krónur á almanaksári.
Eldri reglur
Ef ferðir voru farnar fyrir 2024 þá er einungis endurgreitt fyrir tvær ferðir á hverju 12 mánaða tímabili. Endurgreitt er fyrir þrjár ferðir farnar á milli 1. janúar 2024 og 30. júní 2024.
Umsóknarferli - Gildir fyrir ferðir sem eru farnar fyrir 1. júlí 2024.
Gögn sem þurfa að fylgja:
Skýrsla vegna ferðakostnaðar, eyðublað sem læknir eða ljósmóðir fylla út
Kvittanir vegna flugs, ferju, áætlunarbíls, almenningssamgangna eða vegtolla.
Kvittanir vegna eldsneytiskaupa ef farið var á einkabíl.
Staðfestingu á komu til læknis eða afrit af reikningi ef Sjúkratryggingum hafa ekki borist rafrænar upplýsingar um komu/innlögn frá meðferðaraðila.
Hægt er að sækja um endurgreiðslu fyrir ítrekaðar stuttar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma.
Hægt er að sækja um endurgreiðslu ef:
Um alvarleg veikindi er að ræða.
Vegalengd er skemmri en 20 kílómetrar.
Ferðirnar eru tvær eða fleiri á fjórum vikum eða styttra tímabili.
Einstaklingur er ófær um að ferðast með almenningssamgöngum vegna veikinda sinna.
Ferðast er með leigubíl eða einkabíl.
Umsókn um endurgreiðslu
Gögn sem þurfa að fylgja með:
Skýrsla vegna ferðakostnaðar, eyðublað sem læknir eða ljósmóðir fylla út.
Kvittanir vegna leigubíls.
Yfirlit yfir komur frá meðferðaraðila.
Skil á gögnum
Hægt er að skila gögnum rafrænt í gegnum Gagnaskil einstaklinga eða á pappír til umboðs Sjúkratrygginga hjá sýslumanni í heimabyggð.
Hvað er endurgreitt?
Endurgreitt er 3/4 af heildarkostnaði með leigubíl eða 2/3 af kílómetragjaldi með einkabíl.
Sjúkratryggingar greiða fyrir ferðir utan heimabyggðar vegna bráðatilvika (eins og slyss eða sjúkdóms sem þarf að sinna innan 48 klukkustunda). Læknir þarf að taka ákvörðunina um flutninginn.
Umsókn um endurgreiðslu
Gögn sem þurfa að fylgja með:
Skýrsla vegna ferðakostnaðar, eyðublað útfyllt af lækni sem tekur ákvörðun um að senda sjúkling frá sér.
Kvittanir vegna flugs, ferju, áætlunarbíls, almenningssamgangna eða vegtolla.
Kvittanir vegna eldsneytiskaupa ef farið var á einkabíl.
Staðfesting á komu til læknis eða afrit af reikningi ef Sjúkratryggingum hafa ekki borist rafrænar upplýsingar um komu/innlögn frá meðferðaraðila.
Hvað er endurgreitt?
Sjúkratryggingar endurgreiða 2/3 af fargjaldi með flugi, ferju eða áætlunarbíl. Ef einstaklingur fer á eigin bíl þá er kostnaður reiknaður út frá vegalengd og kílómetragjaldi.
Einstaklingar greiða 1/3 hluta kostnaðarins, þó aldrei meira en 1500 kr. í hverri ferð fram og til baka.
Kostnaður einstaklings lækkar í 500 krónur fyrir hverja ferð ef hann hefur nú þegar greitt yfir 10.000 krónur á almanaksári.
Skil á gögnum
Hægt er að skila gögnum rafrænt í gegnum Gagnaskil einstaklinga eða á pappír til umboðs Sjúkratrygginga hjá sýslumanni í heimabyggð.
Hægt er að sækja um endurgreiðslu ferðakostnaðar vegna reglulegra ferða allt að 60 km í blóðskilunarmeðferð.
Hægt er að sækja um endurgreiðslu ef að:
Einstaklingur fer að minnsta kosti tvisvar í viku í meðferð.
Einstaklingur er ófær um að aka bíl eða nota almenningssamgöngur vegna heilsu sinnar.
Sjúkratryggingar greiða 95% kostnað fyrir umsamdar ferðir og einstaklingur þarf að:
Leita hagkvæmustu leiðar og gera skriflegan greiðslusamning við leigubílstjóra um ferðirnar. Sjúkratryggingar geta beðið um afrit af samningnum.
Umsókn um endurgreiðslu
Gögn sem þurfa að fylgja með:
Skýrsla vegna ferðakostnaðar, eyðublað sem læknir fyllir út.
Kvittanir vegna leigubíls.
Yfirlit yfir komur frá meðferðaraðila.
Skil á gögnum
Hægt er að skila gögnum rafrænt í gegnum Gagnaskil einstaklinga eða á pappír til umboðs Sjúkratrygginga hjá sýslumanni í heimabyggð.
Sjúkratryggingar endurgreiða hluta ferða- eða dvalarkostnaði foreldra barna undir 18 ára aldri sem liggur inni á sjúkrahúsi. Það þarf að vera að minnsta kosti 20 kílómetra vegalengd á milli heimilis og sjúkrahúss.
Foreldrar geta sótt um annað af eftirfarandi:
Endurgreiðslu fyrir hluta af dvalarkostnaði fyrir einn aðila. Ef um erfiða meðferð lífshættulegs sjúkdóms er að ræða þá er hægt að sækja um fyrir tvo aðila.
Endurgreiðslu fyrir ferðakostnað vegna daglegra ferða til inniliggjandi barns.
Umsókn um endurgreiðslu
Gögn sem þurfa að fylgja með:
Skýrsla vegna ferðakostnaðar, eyðublað sem læknir eða ljósmóðir fylla út.
Kvittanir fyrir fargjöldum eða dvalarkostnaði.
Staðfesting á sjúkrahúslegu barnsins.
Ef báðir foreldrar óska eftir endurgreiðslu dvalarkostnaðar þarf einnig læknisvottorð.
Skil á gögnum
Hægt er að skila gögnum rafrænt í gegnum Gagnaskil einstaklinga eða á pappír til umboðs Sjúkratrygginga hjá sýslumanni í heimabyggð.
Hvað er endurgreitt?
Vegna dvalarkostnaðar: Sjúkratryggingar endurgreiða 80% af dvalarkostnaði en þó aldrei meira en 50% af daggjaldi til sjúkrahótels. Ef báðir foreldrar óska endurgreiðslu er ekki greitt meira samanlagt en 75% af daggjaldinu.
Vegna daglegra ferða til inniliggjandi barns er greitt fyrir allt að 200 kílómetra hvora leið. Ef ferðast er með flugi er endurgreitt fyrir eina ferð í viku.
2/3 af fargjaldi með flugi, ferju eða áætlunarbíl. Ef einstaklingur fer á eigin bíl þá er kostnaður reiknaður út frá vegalengd og kílómetragjaldi.
Einstaklingur greiðir 1/3 hluta kostnaðarins, þó aldrei meira en 1500 kr. í hverri ferð fram og til baka.
Kostnaðarhluti einstaklings lækkar í 500 krónur fyrir hverja ferð ef hann hefur nú þegar greitt yfir 10.000 krónur á almanaksári.
Foreldrar eða aðstandendur einstaklinga með alvarlega fötlun eða langvinnan og alvarlegan sjúkdóm geta sótt um endurgreiðslu fyrir tvær ferðir á ári til að sækja:
Fræðslunámskeið.
Nauðsynlega fundi sem eru viðurkenndir af Sjúkratryggingum.
Umsókn um endurgreiðslu
Gögn sem þurfa að fylgja með:
Skýrsla vegna ferðakostnaðar, eyðublað sem læknir eða ljósmóðir fylla út.
Kvittanir vegna flugs, ferju, áætlunarbíls, almenningssamgangna eða vegtolla.
Kvittanir vegna eldsneytiskaupa ef farið var á einkabíl.
Staðfesting á komu á námskeið eða fund.
Skil á gögnum
Hægt er að skila gögnum rafrænt í gegnum Gagnaskil einstaklinga eða á pappír til umboðs Sjúkratrygginga hjá sýslumanni í heimabyggð.
Hvað er endurgreitt?
Sjúkratryggingar endurgreiða 2/3 af fargjaldi með flugi, ferju eða áætlunarbíl. Ef einstaklingur fer á eigin bíl þá er kostnaður reiknaður út frá vegalengd og kílómetragjaldi.
Einstaklingur greiðir 1/3 hluta kostnaðarins, þó aldrei meira en 1500 kr. í hverri ferð fram og til baka.
Kostnaðarhluti einstaklings lækkar í 500 krónur fyrir hverja ferð ef hann hefur nú þegar greitt yfir 10.000 krónur á almanaksári.
Sjúkratryggingar greiða hluta kostnaðar við heimferðir aðra hverja helgi ef:
Innlögn er að minnsta kosti 26 dagar.
Vegalengdin heim er að minnsta kosti 20 kílómetrar.
Ef einstaklingur er undir 18 ára greiða Sjúkratryggingar heimferðir hverja helgi.
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við ferðir í viðtal eða skoðun hjá Tryggingastofnun ef verið er að sækja um örorku- eða endurhæfingarlífeyri.
Viðtalið eða skoðunin þarf þá að vera vegna færnimats, örorkumats, eða annars mats sem þarf að fara fram.
Umsókn um endurgreiðslu
Tryggingastofnun sendir Sjúkratryggingum upplýsingar um viðtal eða skoðun.
Einstaklingur þarf einungis að senda Sjúkratryggingum greiðslukvittanir fyrir fargjöldum ef við á.
Skil á gögnum
Hægt er að skila gögnum rafrænt í gegnum Gagnaskil einstaklinga eða á pappír til umboðs Sjúkratrygginga hjá sýslumanni í heimabyggð.
Hvað er endurgreitt?
Sjúkratryggingar endurgreiða 2/3 af fargjaldi með flugi, ferju eða áætlunarbíl. Ef einstaklingur fer á eigin bíl þá er kostnaður reiknaður út frá vegalengd og kílómetragjaldi.
Einstaklingur greiðir 1/3 hluta kostnaðarins við að fara á áfangastað, þó aldrei meira en 1500 kr. í hverri ferð fram og til baka.
Kostnaðarhluti einstaklings lækkar í 500 krónur fyrir hverja ferð ef hann hefur nú þegar greitt yfir 10.000 krónur á almanaksári.
Sjúklingur greiðir alltaf ákveðið gjald fyrir ferð með sjúkraflugi.
Hvenær taka Sjúkratryggingar þátt í kostnaði við sjúkraflug?
Þegar það þarf að flytja sjúkling á sjúkrahús eða frá sjúkrahúsi til heimilis eða dvalarstaðar sjúklings.
Þegar heilsa sjúklings er þannig að ekki er hægt að flytja viðkomandi á annan veg, þ.e. eftir venjulegum farþega- og flutningsleiðum.
Fylgdarmaður sjúklings
Sjúkratryggingar greiða fargjald fylgdarmanns ef læknir telur nauðsynlegt að sjúklingur hafi fylgdarmann.
Ef nauðsynlegt er að heilbrigðisstarfsmaður fylgi sjúklingi þá greiða sjúkratryggingar fargjald hans og þóknun.
Sjúkraflutningur milli sjúkrahúsa
Sjúkrahúsið sem sendir sjúkling á annað sjúkrahús greiðir kostnaðinn við sjúkraflutning.
Ef einstaklingur þarf að sækja sér heilbrigðisþjónustu á Akureyri þá getur hann sótt um niðurgreidda gistingu í allt að 21 dag.
Reykjavík
Sjúkrahótel Landspítalans sér um gistingu í Reykjavík.
Einstaklingar greiða 1.890 krónur fyrir hvern sólarhring. Sjúkratryggingar greiða ekki þann kostnað.
Akureyri
Beiðni um gistiþjónustu á Akureyri.
Einstaklingar geta átt rétt á gistiþjónustu á Akureyri vegna heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa þar.
Tilvísun/beiðni frá lækni/hjúkrunarfræðingi/ljósmóður þarf að liggja fyrir áður en gisting er bókuð.
Hægt er að bóka gistingu í þann tíma sem tilvísun segir til um, þó háð því að það sé laust pláss á gististað. Beiðnina skal afhenda við innritun á gististað.
Gististaður hefur heimild til að óska eftir greiðslukortanúmeri til að tryggja greiðslu ef ekki er látið vita innan tilskilins frests ef hætt er við dvöl.
Samningar eru á milli Sjúkratrygginga og eftirfarandi gististaða:
Hótel Akureyri, Hafnarstræti 67, 600 Akureyri.
Gistihúsið Hrafninn, Brekkugötu 4, 600 Akureyri, sími 462 5600.
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf., sjúkraíbúðir, Austurbyggð 17, 600 Akureyri, sími 460 9100.
Einstaklingar greiða 1.890 krónur fyrir hvern sólahring. Innifalið í því er gisting og fullt fæði. Sjúkratryggingar greiða ekki þann kostnað.
Hjúkrunarþjónusta og fylgdarmenn
Gististaðir bjóða ekki upp á hjúkrunarþjónustu og verða dvalargestir að vera sjálfbjarga með athafnir daglegs lífs.
Ef einstaklingar eru hreyfihamlaðir eða bundnir hjólastól þarf að kynna sér fyrir fram aðstöðu gististaðar vegna aðgengis fyrir fatlaða og aðstöðu fyrir fylgdarmann/aðstandanda.
Fylgdarmaður greiðir 1.890 krónur á dag gisti hann í sama herbergi.
Ef einstaklingur yngri en 18 ára er í fylgd tveggja fylgdarmanna sem gista í sama herbergi greiða þeir samanlagt 1.890 krónur.
Ef um er að ræða innlögn barns á sjúkrahús getur verið til staðar réttur forráðamanna til greiðslu ferðakostnaðar og/eða dvalarkostnaðar.
Undanþágur
Í ákveðnum tilvikum eru veittar undanþágur ef þörf er á dvöl lengur en 21 dag.
Ef fyrirséð er að einstaklingur þurfi að dvelja lengur en 21 dag á 12 mánaða tímabili er hægt að sækja um undanþágu fyrir framlengdri dvöl. Læknir/hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir sendir Sjúkratryggingum umsókn ásamt læknisvottorði og upplýsingum um hvaða heilbrigðisþjónusta er fyrirhuguð á umræddu undanþágutímabili.
Þurfi einstaklingur á reglubundinni læknismeðferð á sjúkrahúsi að halda til langs tíma, svo sem blóðskilunarmeðferð, fjarri heimili sínu og þarf af þeirri ástæðu að dvelja á sjúkrahóteli, er heimilt að veita honum undanþágu frá fyrrnefndum hámarksdvalartíma. Beiðni um undanþágu skal berast Sjúkratryggingum frá lækni eða hjúkrunarfræðingi í gegnum Gagnagátt og metur stofnunin hvort einstaklingur uppfylli skilyrði til undanþágu.
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn
