Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
16. desember 2024
Sjónstöðin tekur um þessar mundir þátt í þjónustukönnun ríkisstofnana sem hefur þann tilgang að kanna viðhorf notenda til þjónustu stofnunarinnar og meta ánægju með opinbera þjónustu.
28. nóvember 2024
Laust er til umsóknar 100% starf þjónustufulltrúa hjá Sjónstöðinni - Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
22. nóvember 2024
Fyrirhugað er námskeið fyrir blint og sjónskert fólk um notkun, umhirðu og þjálfun leiðsöguhunda. Námskeiðið er skilyrði þess að eiga inni virka umsókn um leiðsöguhund.
16. október 2024
Stjórn Þórsteinssjóðs auglýsir um þessar mundir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á lífi og aðstæðum blindra og sjónskertra einstaklinga, einkum í félags- og hugvísindum.
15. október 2024
Dagur hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttu- og vitundardagur blindra og sjónskertra, er haldinn 15. október ár hvert. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á hvíta stafnum og hagsmunamálefnum blindra og sjónskertra einstaklinga.
10. október 2024
Alþjóðleg sjónverndardagurinn 2024 er haldinn 10.október. Deginum er ætlað að vekja athygli almennings út um allan heim á blindu og sjónskerðingu, sjónmissi og sjónvernd.
21. júní 2024
Dagana 11.-13. október munu Blindrafélagið, Sjónstöðin, Íþróttafélag fatlaðra og Reykjadalur, undir leiðsögn Háskólans í Reykjavík, halda færnibúðir fyrir börn og ungmenni á aldrinum 9 til 25 ára
13. júní 2024
Miðvikudaginn 8. maí var haldin vinnusmiðja á Sjónstöðinni um punktaleturs-legókubba
12. júní 2024
Laust er til umsóknar 100% starf iðjuþjálfa sem mun starfa við ráðgjöf hjá Sjónstöðinni -þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
8. maí 2024
Sjónstöðin, í samstarfi við Stuðningur til sjálfstæðis, sem er sjóður á vegum Blindrafélagsins og Blindravinafélagsins, býður á haustmánuðum upp á nám í kennslu í áttun og umferli. Námið er á háskólastigi og er metið til 10 eininga á framhaldsstigi (diplóma).