Íslendingur segir ný gervigreindargleraugu byltingu fyrir blinda og sjónskerta.
24. nóvember 2025
Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, hefur nýtt sér ný gervigreindar sólgeraugu frá tæknirisanum Meta í samstarfi við Ray Ban, í tvær vikur. Gleraugun er búin myndavélum og gervigreind.

Gleraugun fást ekki á Íslandi og gervigreindarviðmótið er ekki á íslensku enn sem komið er. Helgi varð sér út um gleraugun að utan. Í grein sem birtist á Vísir.is lýsir hann upplifun sinni af notkun gleraugnanna og segir þau eins og græju úr bíómynd.
„Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ - Vísir
Meta er að auki í samstarfi við fyrirtækið Be my eyes, og hægt er að hafa samband við sjálfboðaliða á vegum fyrirtækisins sem aðstoða blinda og sjónskerta notendur við að nýta sér gleraugun.