Opinn hjálpartækjatími
8. janúar 2026
Sjónstöðin býður notendum sínum að koma í opinn hjálpartækjatíma, þar sem hægt er að koma með úthlutuð tæki frá Sjónstöðinni og fá fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við notkun.

Það skiptir miklu máli að tækin sem lánuð eru séu notuð á réttan hátt, þannig að þau nýtist sem best í daglegu lífi.
Tímasetning: Fyrsti mánudagur í hverjum mánuði, kl.14:30-16:00
Staðsetning: Sjónstöðin Hamrahlíð 17, 6 hæð.
Skráning: Í síma 545-5800 eða á netfangið sjonstodin@sjonstodin.is