Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Námskeið um meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu í Álaborg.

27. nóvember 2025

Námskeið Nasjonal Grunnutdanelse – NGU um meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er endurmenntunarnámskeið ætlað fagfólki sem vinnur með og fyrir einstaklinga með meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Námskeiðið er sérstaklega hannað fyrir fagfólk innan heilbrigðis, velferðar- og menntakerfisins sem starfar með börnum, ungmennum eða fullorðnu fólki sem fætt er með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða hefur orðið daufblint stuttu eftir fæðingu. Til dæmis getur námskeiðið hentað vel fyrir kennara, stuðningsfulltrúa, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa eða annað fagfólk sem tekur þátt í daglegri umönnun, kennslu eða samskiptum við þennan hóp einstaklinga.

Námskeiðið veitir þátttakendum grunnþekkingu á samþættri sjón- og heyrnarskerðingu, m.a. hvernig skert skynjun hefur áhrif á samskipti, nám og félagslega þátttöku. Þátttakendur læra um aðferðir til að styðja við samskipti og félagslega færni, þar á meðal notkun snertingar og sjón- og heyrnaraðlögunar. Markmiðið er að efla hæfni fagfólks til að skapa aðgengilegt og öruggt umhverfi sem styður við sjálfstæði og lífsgæði einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Námskeiðið verður haldið í Aalborg í Danmörku 2. mars 2026. Kennsla mun fara fram á dönsku en fagfólki frá öllum Norðurlöndunum er velkomið að sækja námskeiðið.

Hægt er að skrá sig og nálgast nánari upplýsingar um námskeiðið á eftirfarandi vefslóð:

National Grunduddannelse - NGU