Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Þrír námsstyrkir veittir úr Þórsteinssjóði

5. desember 2025

Miðvikudaginn 3. desember voru þrír námsstyrkir veittir úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands.

Nemendurnir sem hlutu námsstyrki í ár eru Kaisu Kukka-Maaria Hynninen, MT-nemi í kennslu list- og verkgreina við Menntavísindasvið, Laufey Ýr Gunnarsdóttir, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Hugvísindasvið og Theódór Helgi Kristinsson, BS-nemi í tölvunarfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Sjónstöðin óskar styrkþegunum þremur innilega til hamingju og velfarnaðar í námi sínu.

Þórsteinssjóður var stofnaður árið 2006 í minningu Þórsteins Bjarnasonar, stofnanda Blindravinafélags Íslands. Megintilgangur Þórsteinssjóðs er að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Sjóðnum er enn fremur ætlað að efla rannsóknir sem auka þekkingu og skilning á lífi og aðstæðum blindra og sjónskertra einstaklinga og fjölga tækifærum þeirra til að efla lífsgæði sín. Sérstök áhersla er lögð á styrki til rannsókna á Félags- og hugvísindasviði sem falla að tilgangi sjóðsins.