Námskeið í ACT
22. janúar 2026
Sjónstöðin auglýsir námskeið í ACT fyrir notendur Sjónstöðvarinnar. ACT (Acceptance and Commitment Therapy) miðar að því að auka sálrænan sveigjanleika.

Hvað er ACT?
ACT byggir á þeirri kenningu að í stað þess að bæla eða forðast sársaukafulla atburði séu núvitund og sátt sveigjanlegri viðbrögð gagnvart áskorunum lífsins. Með því að upplifa hugsanir, líkamleg viðbrögð og tilfinningar á sveigjanlegri hátt er hægt að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra. Þátttakendur munu læra ýmsar leiðir til þess að takast á við hugsanir og tilfinningar, skerpa á hver gildin þeirra séu og hvernig þau vilja lifa lífinu.
Fyrir hver eru námskeiðin?
Námskeiðin verða tvö, eitt fyrir fólk á aldrinum 25-60 ára og annað fyrir fólk sem er eldra en 60 ára. Námskeiðið er kjörið tækifæri til að hitta aðra sem eru að takast á við sjónmissi.
Hvenær og hvar eru námskeiðin?
Námskeið fyrir fólk á aldrinum 25-60 ára: þriðjudaga kl.13:00-15:00 frá og með 3.febrúar til og með 24.febrúar.
Námskeið fyrir fólk frá 60 ára aldri: fimmtudaga kl.13:00-15:00 frá og með 5.febrúar til og með 26.febrúar.
Staðsetning: Sjónstöðin Hamrahlíð 17, 6 hæð.
Kostar að taka þátt í námskeiðunum?
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Hvernig skrái ég mig?
Skráning er til 29.janúar og fer fram í afgreiðslu Sjónstöðvar í síma 545-5800 eða gegnum netfangið sjonstodin@sjonstodin.is
Hjördís Inga Guðmundsdóttir sálfræðingur hefur umsjón með námskeiðinu en frekari upplýsingar um námskeiðið veita Vala Jóna Garðarsdóttir og Steinunn Sævarsdóttir hjá Sjónstöðinni.