Tuttugu ár eru nú frá því að Skógardagurinn mikli var haldinn í fyrsta sinn. Dagskráin hefst föstudaginn 21. júní með undanúrslitum í söngvakeppni sem efnt var til í tilefni afmælisins og svo verður keppt til úrslita á laugardaginn. Að auki verður fjölbreytt dagskrá, meðal annars hin árlega Íslandsmeistarakeppni skógarhöggsmanna, veisla í skóginum, skemmtidagskrá á sviði, leikir og fleira.