Frestur til að sækja um stöðu landupplýsingafræðings rennur út 11. ágúst
6. ágúst 2025
Land og skógur óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing í landupplýsingateymi stofnunarinnar. Leitað er að sérfræðingi sem vinni með landfræðileg gögn og gagnagrunna, auk landfræðilegra greininga ásviði gagna, miðlunar og nýsköpunar hjá stofnuninni. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst.

Landupplýsingar eru sívaxandi hluti af verkefnum Lands og skógar og býður starfið því upp á mikla möguleika á starfsþróun. Ráðið verður til tveggja ára með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Starfið er auglýst án staðsetningar en Land og skógur er með starfstöðvar í öllum landshlutum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinna við þróun og uppbyggingu á landupplýsingakerfum og ferlum innan LOGS.
Greiningar á landfræðilegum gögnum úr rannsóknarverkefnum.
Hentugleikagreiningar í landshlutaverkefnum
Miðlun rannsóknagagna innan stofnunar.
Þróun og uppsetning veflausna.
Gagnaöflun rannsóknarverkefna, Survey 123, Field Maps og Quick Capture.
Gagnaskráning og -vinnsla ásamt samræmingu.
Aðstoð við landupplýsingahluta rannsóknarverkefna.
Tilfallandi verkefni innan landupplýsingateymis.
Starfið felur í sér mikil samskipti við samstarfsfólk og sérfræðinga Lands og skógar sem fela meðal annars í sér aðstoð við notkun og innleiðingu landupplýsingalausna, samræmingu gagnasetta og gagnaöflunar rannsóknarverkefna og úrvinnslu gagna, greiningarvinnu og miðlun. Land og skógur styðst við landupplýsingakerfi frá ESRI og mikilvægt er að viðkomandi hafi þekkingu á því umhverfi, bæði ArcGIS Pro, Survey 123, Field maps og veflausnum.
Hæfniskröfur
Kröfur sem umsækjendur um starfið þurfa að uppfylla eru meðal annars þessar:
Háskólanám sem nýtist í starfi, meistaranám í landupplýsingum er kostur.
Þekking og reynsla af landupplýsingakerfum.
Góð hæfni við greiningar á tölulegum upplýsingum.
Þekking á nýtingu hentugleikagreininga æskileg.
Sótt er um starfið á Starfatorgi og þar er að finna ítarlegri upplýsingar um starfið og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda.
