Skráning hafin á ráðstefnu um þróun vöktunarkerfa jarðvegs í skóglendi
25. júní 2025
Þróun vöktunarkerfa fyrir jarðveg í skóglendi verður í brennidepli á ráðstefnu MoniForSoil samstarfsnetsins sem haldin verður á Hótel Örk í Hveragerði 2. september. Dagskráin hefur nú verið birt og skráning stendur yfir til 5. ágúst.

Ráðstefnan fer fram á ensku undir yfirskriftinni „Developing Forest Soil Monitoring System for the Future“.
MoniForSoil er norrænt samstarfsnet sem styrkt er af norræna skógrannsóknarsamstarfinu SNS – Nordic Forest Research. Það er mikilvægur vettvangur fyrir fræðafólk sem vinnur að jarðvegsvöktun á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum, auk þess sem það þjónar sem umræðugrundvöllur fyrir önnur lönd á norðurhveli jarðar, eins og Kanada og Japan.
Markmið samstarfsnetsins eru meðal annars að fjalla um nýja löggjöf Evrópusambandsins um jarðvegsvöktun (EU Soil Monitoring Law) og greina hvaða mælikvarðar endurspegla raunverulega heilsu jarðvegs í vistkerfum barrskóga og tempraðra skóga. Einnig er lögð áhersla á að efla miðlun þekkingar og samræmingu gagna milli teyma sem sinna jarðvegsvöktun, auk þess sem stuðlað er að fjölgun nemendaverkefna sem nýta gögn frá fleiri en einu landi.
Hagnýtar upplýsingar
Kostnaður: Ráðstefnukostnaður er 14 þúsund krónur. Innifalið er kaffi, hádegismatur og kvöldverður auk skoðunarferðar.
Þátttaka á vefnum: Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í streymi.
Skráning: Fer fram á vefnum og síðasti skráningardagur 5. ágúst.
Skipuleggjendur: Ráðstefnan er skipulögð af Helenu Mörtu Stefánsdóttur, helena.stefansdottir@landogskogur.is, og Kristínu Sveiney Baldursdóttur, kristin.baldursdottir@landogskogur.is.
Dagskrá
Þriðjudagur 2. september á Hótel Örk, Hveragerði
08.30-09.00 Kaffi og skráning
09.00-09.15 Inngangsávarp – Helena Marta Stefánsdóttir
09.15-09.50 Forests and Afforestation in Iceland – Bjarni D. Sigurðsson
09.50-10.25 Icelandic Soils: Characteristics, Challanges and Restoration Perspectives – Susanne C. Möckel
10.25-10.40 Kaffi
10.40-11.10 Root systems – Challenges and Opportunities – Ivika Ostonen
11.10-11.30 Diversity of Soil Bacterial and Fungal Communities Across Successional Stages in Icelandic Birch Forests – Hilmar Njáll Þórðarson
11.30-12.00 Pallborðsumræður
12.00-13.00 Hádegisverður
13.00-13.30 Opportunities and Challenges for Monitoring Soil Across Forest and Other Land Uses – Aleksi Lehtonen
13.30-14.00 Results from NorForSoil – Similarities and Differences Among Monitoring Systems for Boreal and Temperate Forest Soils – Shun Hasegawa
14.00-14.20 Forest Soil Monitoring in Japan – Current Practices and Key Challenges – Shoji Hashimoto
14.20–14.30 Kaffi
14.30-14.50 Special Challenges in Monitoring Emissions from Naturally Drained and Rewetted Organic Soils – Including LULUCF Reporting – Aldis Butlers
14.50-15.10 Lessons Learned from Existing Monitoring of Forest Soil Biodiversity Using eDNA – Christine Martineau and Johan Stendahl
15.10-15.40 Pallborðsumræður
15.40-15.50 Kynning á skoðunarferð, Aðalsteinn Sigurgeirsson
16.00-18.30 Skoðunarferð á Hafnarsand og um ForHot-rannsóknarsvæðið í Hveragerði
19.30 Ráðstefnukvöldverður