Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Skógardagurinn mikli 2025

21. júní 2025

Skógardagurinn mikli fer að þessu sinni fram laugardaginn 21. júní og hefst með skógarhöggskeppni og leikjum fyrir börn klukkan tólf en klukkan þrettán hefst formleg dagskrá í Mörkinni.

Fastur liður í Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi er Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi sem hefst klukkan tólf. Þar er meðal annars keppt í fellingu, afkvistun, hlutun bola og öðru sem krefst fimi með keðjusöginni. Til keppni kemur fólk sem kann að handleika keðjusögina og beita henni í alls kyns skógarvinnu. Um leið verður Náttúruskólinn með ýmsar þrautir og leiki fyrir börn.

Spennandi verður að sjá hver verður Íslandsmeistari í skógarhöggi þetta árið. Það kemur í ljós á hátíðarsamkomunni í Mörkinni sem hefst klukkan 13 og stendur til klukkan fjögur með fjölbreyttri skemmtidagskrá á sviði. Síðustu keppnisatriðin í Íslandsmeistaramótinu eru einmitt hluti af þessari dagskrá en svo má búast við tónlistaratriðum og ýmsu fleiru en einnig verða félagar úr félögum nautgripa- og sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum með heilgrillað naut og grillað lambakjöt í boði með meiru. Auðvitað verða steiktar lummur yfir eldi og hellt upp á ketilkaffi.

Nánar á Facebook-síðu viðburðarins, https://www.facebook.com/skogardagurinnmikli.