Fara beint í efnið

Hjúkrunarheimili

Hjúkrunarheimili HSU eru á Selfossi og í Vestmannaeyjum.

Á hjúkrunarheimilunum er veitt einstaklingshæfð hjúkrun þar sem starfsfólk hefur umsjón með hverjum heimilismanni og leitast er við að uppfylla líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir hans í samvinnu við aðstandendur. Leitast er við að aðstoða og styrkja einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Virkni í daglegu lífi er nauðsynleg og getur hún falist í ýmiskonar athöfnum allt eftir áhuga, vilja og getu hvers og eins. Virkni getur til dæmis falist í samveru og spjalli, föndri, söngstund, leikfimi eða göngutúr.

Til að sækja um þarf að hafa undirgengist færni- og heilsumat.

Þeir sem sækjast eftir hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili geta sótt um hér, Umsókn um hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili

Þagnarskylda

Hjúkrunarheimili