Öldrunarþjónusta
Einstaklingar í dag lifa almennt lengur og eru hraustari og virkari en áður.
Á efri árum eiga sér þó stað miklar breytingar í lífi einstaklinga, bæði andlegar og líkamlegar, og gott er að undirbúa sig vel undir þetta æviskeið. Með hækkandi aldri aukast líkur á sjúkdómum og hrumleika og þá er gott að vita hvert á að leita eftir upplýsingum og aðstoð.
Á island.is undir lífsviðburðinum Að Eldast er hægt að nálgast upplýsingar um hvað eina sem tengist því að eldast, svo sem heilsueflingu, réttindamálum og þjónustu.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Árborg eru í hópi sex heilbrigðisstofnana og 22 sveitarfélaga sem taka þátt í þróunarverkefni Gott að eldast, nánari upplýsingar má finna á Gott að eldast.
Umsóknarferlið
Fyrsti komustaður er heilsugæslustöðin þín en þar starfar teymi heilbrigðisstarfsfólks sem leiðbeinir eldra fólki sem þarf á aukinni þjónustu að halda.
Í fyrstu leitar þú á heilsugæsluna sem leiðbeinir um næstu skref
Hægt er að fá tíma hjá hjúkrunarfræðing í Heilsueflandi móttöku fyrir 65 ára og eldri
Einnig er hægt að panta tíma hjá heimilslækni
Ef einstaklingur óskar eftir heimahjúkrun eða heimaþjónustu þarf að fylla út umsókn/eyðublað sem finna má í gagnagátt HSU.
Mikið samstarf er við félagsþjónustu og veitendur annarrar stoðþjónustu.
Heimaþjónusta í Árborg
Heimaþjónusta í Árborg er samþætt og er veitt af Heilbrigðisstofnun Suðurlands og sveitarfélaginu Árborg. Með heimaþjónustu er átt við þjónustu sem er veitt í heimahúsi (heimahjúkrun, félagsleg stuðningsþjónusta, heimaendurhæfing). Umsóknir eru teknar fyrir á sameiginlegum fundum móttöku- og matsteymi heimaþjónustu þar sem fulltrúar heimahjúkrunar HSU, félagslegrar stuðningsþjónustu Árborgar og heimaendurhæfingu taka fyrir umsóknir.
Heimahjúkrun
Beiðni um heimahjúkrun og heimaþjónustu getur komið frá sjúklingi sjálfum, aðstandendum, sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum. Hjúkrunarfræðingar ásamt fagaðila frá félagsþjónustu aldraðra meta þörf einstaklings fyrir heimahjúkrun. Heimahjúkrun er fyrir þá sem búa heima og þurfa reglulega þjónustu, til dæmis vegna sjúkdóma eða í kjölfar veikinda og slysa. Þjónustan getur falið í sér:
Almenna aðhlynningu og eftirlit með andlegu og líkamlegu heilsufari
Lyfjagjöf
Sáraumbúðaskipti
Félagslega stuðningsþjónustu
Markmið þjónustunnar er að veita stuðning við daglegar athafnir. Þjónustan getur verið:
Tímabundin eða til lengri tíma eftir aðstæðum.
Veitt sem dag-, kvöld- eða helgarþjónusta.
Falið í sér stuðning við heimilishald, heimsendingar á mat eða akstursþjónustu.
Sjá nánar á heimasíðu sveitafélagsins Árborgar (Mínar síður) Linkur hér Innskráning | Íbúagátt Árborgar
Dagdvöl
Eldra fólk sem býr heima en þarf reglulega aðstoð getur sótt um dagdvöl. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi.
Sótt er um til rekstraraðila eða viðkomandi dagþjálfunar. Sjá nánar á heimasíðu hvers rekstraraðila
Í Árborg eru það dagdvalirnar Vinaminni og Árblik sem reknar eru af sveitafélaginu Árborg
Heimaspítali
Bráðaþjónusta: Markmiðið er að forða eldra fólki frá innlögn á bráðamóttöku og spítala vegna veikinda sem hægt er að meðhöndla heima.
Líknarþjónusta: Veitt til einstaklinga sem þurfa líknar- eða lífslokameðferð
Heimaspítali veitir þjónustu í Sveitafélaginu Árborg.
Heilsueflandi móttaka fyrir 65 og eldri
Markmið hennar er að styðja við eldra fólk við að efla og viðhalda andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði og að finna úrræði til að fólk geti búið sem lengst heima.
Á þinni heilsugæslustöð getur þú pantað tíma í Heilsueflandi móttöku.
Fjarheilbrigðisþjónusta
Upplýsinga- og fjarskiptatækni er nýtt til að veita heilbrigðisþjónustu án þess að sjúklingur og heilbrigðisstarfsmaður séu í sama rými.
Sérfræðiþjónusta
Móttaka öldrunarlæknis og/eða sérfræðings í öldrunarhjúkrun er í boði á heilsugæslunni á Selfossi fyrir þá sem koma með tilvísun frá heimilislækni eða öðrum fagaðilia innan HSU.
Heilsu- og færnimat
Það þarf að sækja um færni- og heilsumat til að fá dvöl á hjúkrunarheimili. Umsókn um færni- og heilsumat skal því aðeins lögð fram að félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð sem eiga að styðja fólk til búsetu í heimahúsi séu fullreynd.
Nánari upplýsingar um færni- og heilsumat má finna inn á Ísland.is.
Umsókn er að finna í gagnagátt HSU.
Hvíldarinnlögn
Markmið með hvíldarinnlögn er að gera fólki keypt að búa áfram á eigin heimili. Hvíldarinnlögn er veitt þegar nákominn aðili sem stutt hefur viðkomandi þarfnast hvíldar. Þeir sem sækjast eftir hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili geta sótt um í gegnum gagnagátt HSU undir "Heilsu- og færnimat" eða á heilsugæslustöð. Hvíldarrými eru gefin út í tvær vikur í senn.
Á Ljós- og Fossheimum eru tvö hvíldarrými.
Á Hraunbúðum er eitt hvíldarrými.
Nánari upplýsingar um hvíldarinnlögn
Hjúkrunarheimili
Hjúkrunarheimili HSU eru á Selfossi og í Vestmannaeyjum.
Á hjúkrunarheimilunum er veitt einstaklingshæfð hjúkrun þar sem starfsfólk hefur umsjón með hverjum heimilismanni og leitast er við að uppfylla líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir hans í samvinnu við aðstandendur. Leitast er við að aðstoða og styrkja einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Virkni í daglegu lífi er nauðsynleg og getur hún falist í ýmiskonar athöfnum allt eftir áhuga, vilja og getu hvers og eins. Virkni getur til dæmis falist í samveru og spjalli, föndri, söngstund, leikfimi eða göngutúr.
Hjúkrunarheimili HSU
Símanúmer
Fossheimar
432 2300
861-5678 (Símanúmer vaktstjóra)
Ljósheimar
432 2240
899-3484 (Símanúmer vaktstjóra)
Heimilisfang
Fyrir Fossheima: Árvegur, Fossheimar
Fyrir Ljósheima: Árvegur, Ljósheimar
Símanúmer
Hraunbúðir 432-2650
Símanúmer
Móberg:
Vörðufell 432-2253
Búrfell 432-2251
Miðfell 432-2254
Mosfell 432-2255
Bláfell 432-2256Símanúmer vakstjóra
Móberg niðri 832-2091
Móberg uppi 832-2092
Heimilisfang
Fyrir Móberg: Árvegur 3
