Fara beint í efnið

Rannsóknir og myndgreiningar

Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eru í boði allar helstu rannsóknir og myndgreiningar.

Rannsóknastofur eru á Selfossi, í Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði. Á rannsóknastofum HSU eru framkvæmdar rannsóknir í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði. Rannsóknastofurnar vinna í nánu samstarfi við Rannsóknastofur Landspítalans.

Á myndgreiningadeild HSU Selfossi og í Vestmannaeyjum eru framkvæmdar almennar röntgen- og tölvusneiðmyndarannsóknir. Á Höfn í Hornafirði er boðið upp á almennar röntgenrannsóknir.