Bólusetningar
Ferðamannaheilsuvernd
Bólusetningar fara bæði eftir ferðinni, t.d. áfangastað og ástandinu þar, dvalarlengd og tegund ferðar en einnig eftir ferðamanninum sjálfum, t.d. fyrri bólusetningum, sjúkdómum og ofnæmi.
Gott er að huga að bólusetningum eins fljótt og kostur er eftir að ferðin er ákveðin, að minnsta kosti mánuði fyrir brottför.
Ef þú átt heilsugæslustöð á Selfossi og þig vantar bólusetningarplan er best að hringja í 432-2000 og bera upp það erindi. Hjúkrunarfræðingur grípur erindið og hefur samband eins fljótt og auðið er, til baka. Bólusetningaráætlunin berst til þín í heilsuveru.
Ef um margar bólusetningar er að ræða er best að fá þær allar í einu á sama staðnum. Einnig er hægt að fá allar almennar bólusetningar í Þönglabakka 1 í Reykjavík en áður en þú ferð þangað verður að liggja fyrir bólusetningaráætlun frá þinni heilsugæslustöð.
Gott er að hafa með skírteini um fyrri bólusetningar vegna ferðalaga og svo má einnig sjá yfirlit um bólusetningar á Mínum síðum á Heilsuveru.is
HSU á Selfossi er með eftirfarandi bólusetningar
Twinrix Lifrarbólga A og B
Engerix Lifrarbólga B
Hawrix Lifrarbólga A
Typhium Taugaveiki
Repevax Barnaveiki, stífkrampi, kíghósti og mænusótt
Twinrix pediadric Lifrarbólga A og B fyrir börn
