Fara beint í efnið

Bólusetningar

Ferðamannaheilsuvernd

Bólusetningar fara bæði eftir ferðinni, t.d. áfangastað og ástandinu þar, dvalarlengd og tegund ferðar en einnig eftir ferðamanninum sjálfum, t.d. fyrri bólusetningum, sjúkdómum og ofnæmi.  Gott er að fara á netspjall á heimasíðu HSU og velja þar ferðalög. Láta gera ferðaplan varðandi bólusetningar fyrir sig. Best er að huga að bólusetningu að minnsta kosti mánuði fyrir brottför. Ef um margar bólusetningar er að ræða er best að fá þær allar í einu á sama staðnum.

Hægt er að fá allar almennar bólusetningar í Þönglabakka 1 í Reykjavík og eins má hafa samband við HSU sem eru með nokkur valin bóluefni. Hafa með skírteini um fyrri bólusetningar vegna ferðalaga og svo má einnig sjá yfirlit um bólusetningar á Mínum síðum á Heilsuveru.is

HSU á Selfossi er með eftirfarandi bólusetningar

Boostrix              Stífkrampi,Kíghósti,Barnaveiki       
Twinrix                Lifrarbólga A og B
MMR                   Mislingar, hettusótt og rauðir hundar
Typhium             Taugaveiki
Pneumovax        Lungnabólga
Tuberculin          Berklapróf