Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Bráða- og slysamóttaka

Bráða- og slysamóttaka HSU er sólarhringsvakt læknis og hjúkrunarfræðings.

  • Sími vaktþjónustu er 1700

  • Í neyðartilvikum hringið í 112

Þeir sem leita til bráðamóttöku verða metnir af reyndum hjúkrunarfræðingi eins og fljótt og mögulegt er. Ef hjúkrunarfræðingur metur ekki þörf á bráðameðferð verður bent á heilsugæsluna.

Inn á bráðamóttöku er forgangsraðað þannig að alvarlegustu tilfellin ganga fyrir og minna veikir einstaklingar bíða.

Áður en tekin er ákvörðun um að leita til bráðamóttöku er gott að lesa eftirfarandi atriði hér að neðan til að meta hvort erindi þitt eigi heima þar.

Heimsóknatímar á bráðamóttöku HSU eru á milli kl: 13:00-15:00 og 17:00-20:00. Aðeins er leyfður einn gestur á hvern sjúkling.

Hvenær skal leita til bráðamóttöku:

Við lífshótandi, alvarleg veikindi sem þarf að sinna tafarlaust.

Dæmi:

  • Skyndileg mæði, meðvitundarskerðing/breyting á meðvitundarástandi

  • Bráðir brjóstverkir, bráðir kviðverkir eða bráðir bakverkir

  • Hratt versnandi bólgur og sýkingar

  • Krampar

  • Geðrofseinkenni og/eða sjálfsvígshugsanir

  • Blóðtappar

  • Bráðaofnæmi

  • Hætta á andnauð eða líffærabilun

  • Ofbeldi í nánu sambandi eða kynferðisofbeldi

Við slys eða stærri áverka.

Dæmi:

  • Höfuðáverkar

  • Stærri sár og skurðir

  • Brotin bein

  • Liðhlaup

  • Hætta á innvortis blæðingum

  • Háorkuáverkar (mikil hæð, mikill hraði)

  • Miklir skyndilegir verkir