Geðheilsuteymið HSU er 2. stigs þjónusta fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem eru með greindan geðsjúkdóm og þurfa á sérhæfðri og þverfaglegri þjónustu að halda. Tekið er við tilvísunum frá fagfólki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
Geðheilsuteymið byggir á þverfaglegri samvinnu til að veita öflugri þjónustu.
Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, geðlæknir, geðhjúkrunarfræðingur, ráðgjafi og félagsráðgjafar.
Samsetning fagstétta hverju sinni getur verið mismunandi.
Hér má nálgast eyðublað fyrir tilvísun til geðheilsuteymis
Geðheilsuteymi HSU
Að stuðla að og viðhalda bata.
Að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu með einstaklings-og/eða hópameðferð.
Að stuðla að samfellu og samþættingu í meðferð.
Að efla sálrænt og félagslegt heilbrigði einstaklingsins og fjölskyldu hans.
Að hvetja til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar.
Að styðja einstaklinginn í að lifa innihaldsríku lífi.
Að fækka endurinnlögnum og styrkja aðlögunarhæfni eftir útskrift.
Við hjálpum þér að:
Efla styrkleika og áhugasvið sem valdeflandi leið til að ná tökum á bata.
Auka þekkingu varðandi leiðir til að ná bættri líðan og jafnvægi.
Auka skilning, styrk og getu til að takast á við geðræna erfiðleika.
Í boði er:
Stuðningur til að auka félagslega virkni og endurheimta félagsleg hlutverk.
Námskeið meðal annars varðandi ýmis geðræn einkenni, grunnþarfir einstaklingsins og áhrif áfalla.
Fræðsla og stuðningur til einstaklingsins og fjölskyldu hans.
Mat á andlegu og líkamlegu ástandi og þjónustuþörf.
Mat á lyfjameðferð.
Ráðleggingar hvar hægt sé að fá frekari stuðning eða fræðslu.
Áhersla er á samskipti við hinar ýmsu stofnanir, þjónustuaðila og félagasamtök. Unnið er á jafningjagrunni með áherslur þjónustuþega í fyrirrúmi.