Gagnagátt
Hér getur þú sent HSU viðkvæm skjöl í gegnum örugga gagnagátt. Með viðkvæmum skjölum er átt við skjöl sem innihalda persónuupplýsingar.
Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarftu að hafa gild rafræn skilríki í síma.
1. Vinsamlegast prentaðu út þrjá eftirfarandi lista.
2. Fylltu þá vandlega út og skannaðu inn á snjalltæki (tölvu/síma) og sendu útfyllt gögnin hér í gegnum rafræna gagnagátt undir hópinn sjúkraskrárgögn.
3. Ef ósk er á endurmati barnagreininga og greining var gerð í skóla skal óska eftir gögnum í skjalageymslu stofnunar eða bæjarfélags sem greiningin átti sér stað hjá. Þeim skal einnig skilað samtímis með þessum listum.
Ef barnagreiningin átti sér stað á BUGL, ÞHS eða sjálfsætt starfandi fagaðila þá eru greiningargögn að öllum líkindum í sjúkrasögu og mun Heilbrigðisstofnun Suðurlands sækja þau.
Hér að neðan er hægt að fylla út upplýsingar varðandi ferðavottorð. Upplýsingarnar berast til viðkomandi læknis til frekari afgreiðslu. Afgreiðslutími er 2-3 virkir dagar. Ferðavottorðið sendist rafrænt í afgreiðslu HSU í Vestmannaeyjum.
Vinsamlegast hafið þetta í huga við útfyllingu læknisvottorða um ferðakostnað.
Skilyrði fyrir samþykkt greiðslu ferðakostnaðar er að læknir í heimabyggð hafi vísað einstaklingi til óhjákvæmilegar sjúkdómsmeðferðar.
Grundvöllur fyrir fylgdarmann með fullorðnum einstaklingi er að læknir meti sjúkling ófæran um að ferðast á eigin vegum.
Vottorðið þarf að sækja og greiða fyrir í afgreiðslu HSU og skila inn til Sjúkratrygginga í Vestmannaeyjum (Heiðarvegi 15). Einnig þarf að skila inn kvittunum fyrir ferðakostnaði og staðfestingu á komu (frá lækni, vegna myndgreiningar eða annað).
Af öllum ferðakostnaði eru frádregnar 1.500 kr., annars er fargjald endurgreitt að fullu.
Herjólfur: Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn eða Landeyjarhöfn – Vestmannaeyjar
Greitt fyrir einstakling og fylgdarmann ef við á.
Greitt fyrir bíl, klefa og 51 km (102 km ef fram og til baka)
Einnig greitt fyrir rútuferð ef við á.
Herjólfur: Vestmannaeyjar- Landeyjarhöfn eða Landeyjarhöfn – Vestmannaeyjar
Greitt fyrir einstakling og fylgdarmann ef við á.
Greitt fyrir bíl og 134 km (268 km ef fram og til baka)
Einnig greitt fyrir rútuferð ef við á
Flug: Vestmannaeyjar – Reykjavík eða Reykjavík – Vestmannaeyjar
Greitt fyrir einstakling og fylgdarmann ef við á.
Vinsamlega athugið að notkun netpósts er almennt ekki örugg leið gagna og HSU ábyrgist ekki trúnaðarupplýsingar sem berast stofnuninni á tölvupósti. Sé um viðkvæmar upplýsingar að ræða er öruggast að fá símatíma og ræða beint við lækni.
Fyrir frekari upplýsingar varðandi ferðakostnað og endurgreiðslu er hægt að nálgast hjá Sjúkratryggingum.
Vinsamlegast prentið skjalið út, fyllið inn viðeigandi upplýsingar í skjalið, undirritið og skannið skjalið inn á snjalltæki.
Næst skal hlaða skjalinu inn í gegnum rafrænu gagnagáttina hér og hengja undir sjúkraskrárgögn.