Fara beint í efnið

Sjúkraflutningar

Aðalstarfsstöð sjúkraflutninga HSU er á Selfossi en alls eru starfsstöðvarnar sex talsins og sinna saman víðfeðmasta svæði landsins sem eitt lið, allt frá Hellisheiði austur að Lónsheiði.

Alls hafa sjúkraflutningar HSU yfir að ráða 13 fullbúnum sjúkrabílum sem staðsettir eru á Selfossi, Rangárþingi, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustri, Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði.

Gríðarleg aukning hefur verið á sjúkraflutningum í umdæminu síðustu ár en þar munar mestu aukning ferðamanna á svæðinu.