Heilbrigðisþjónusta fyrir þolendur ofbeldis
Þolendur ofbeldis geta fengið aðstoð og aðhlynningu á heilsugæslu eða Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað.
Einnig er hægt að fá aðstoð og ráðgjöf hjá:
1700 utan dagvinnutíma
112 ef hætta steðjar að
Hjúkrunarfræðingar og læknar hjálpa og styðja þolendur heimilisofbeldis eða ofbeldi í nánum samböndum eftir þörfum og óskum hvers og eins, til dæmis með að:
gefa út áverkavottorð
vísa í félagsráðgjöf
vísa til áfallateymis
Einnig eru þolendur kynntir fyrir örðum úrræðum, sem eru í boði.
Neyðarmóttaka þolenda kynferðisofbeldis
Neyðarmóttaka er staðsett í Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað.
Sími
8606841
Ljósmæður svara í síma allan sólarhringinn, alla daga.
Vakthafandi ljósmæður sjá um neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.
Hlutverk ljósmæðra er að:
veita aðhlynningu eftir brot
gera réttarmeinafræðilega skoðun, sé hennar þörf, í samstarfi við lækna
veita aðstoð við að leita til réttindagæslumanns og lögreglu
vísa á áfallahjálp eða geðheilsuteymi
kynna þolendum þá valkosti sem þau hafa með framhaldið
Aðkoma lögreglu er ekki skilyrði til að fá aðhlynningu og ákvörðun um kæru þarf ekki að liggja fyrir.
Einnig má fá aðhlynningu vegna kynferðisofbeldis á öllum heilsugæslustöðvum stofnunarinnar, á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri eða bráðamóttöku Landspítalans.
Þolendur eru hvattir til að leita aðstoðar eftir kynferðisbrot, burtséð frá tíma frá broti, eðli brots eða alvarleika.