Fara beint í efnið

Rannsóknir

Rannsóknarstofur Heilbrigðisstofnunar Austurlands eru tvær, á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað og á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum.

Á rannsóknarstofunum eru framkvæmdar allar helstu rannsóknir í blóðmeina- og meinaefnafræði, hormóna- og lyfjamælingar og allar algengustu ræktanir.
Rannsóknarþjónusta er alla virka daga.

Brýnt er fyrir fólki að kanna hvort það þurfi að vera fastandi fyrir viðkomandi rannsókn.