Fara beint í efnið

Skólaheilsuvernd

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. 

Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir og skoðanir og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til barna, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Markmiðið er að efla heilbrigði barna og stuðla að vellíðan þeirra. 

Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra eða forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum barna með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.