Fara beint í efnið

Geðheilbrigði

Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sinna meðferð barna, ungmenna og fullorðinna. Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum innan heilsugæslu og í samvinnu við skóla og félagsþjónustu.

Læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður vísa til sálfræðinga innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Tilvísanir utan stofnunarinnar koma frá sérfræðingum á öðrum stofnunum, til dæmis félagsþjónustu og barnavernd.

Geðheilsuteymi

Geðheilsuteymi hefur það hlutverk að veita geðheilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóm og þurfa á þéttri þverfaglegri aðstoð að halda, þar sem geðröskun er aðalvandi.