Geðheilbrigði
Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sinna meðferð barna, ungmenna og fullorðinna. Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum innan heilsugæslu og í samvinnu við skóla og félagsþjónustu.
Læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður vísa til sálfræðinga innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Tilvísanir utan stofnunarinnar koma frá sérfræðingum á öðrum stofnunum, til dæmis félagsþjónustu og barnavernd.
Þjónusta sálfræðinga felur í sér mat á vanda, meðferðaráætlun og sálfræðimeðferð, bæði einstaklings- og hópmeðferð. Þjónustan á einnig við um konur í mæðravernd- og foreldra með börn í ungbarnaeftirliti.
Áhersla er lögð á meðferð við þunglyndi, kvíða og áföllum þar sem vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur.
Ef vandi reynist alvarlegur í matsviðtali þá er vísað áfram í viðeigandi meðferð utan heilsugæslu eða inn í Geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Hugræn atferlis meðferð
Heilsugæslan býður reglulega upp á hugræna atferlis meðferð (HAM) meðferð sem fer fram í hóp einu sinni í viku, tvo tíma í senn, í alls sex skipti. Meðferðin fer fram á Egilstöðum og á Eskifirði á dagvinnutíma. Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri og er öllum opin.
Meðferðin felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni. Sálfræðingar stjórna meðferðinni með þátttöku annarra fagstétta innan geðheilsuteymis.
Fyrir nánari upplýsingar um HAM og næstu hópa er hægt að hafa samband við yfirsálfræðing í sigurlin.h.kjartansdottir@hsa.is.
Kostnaður
Einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi kosta 500 kr. sem er hefðbundið komugjald. Kostnaður vegna HAM hópmeðferðar er 3.000 kr. Hægt er fá kvittun fyrir gjaldinu og nýta sér styrk frá stéttarfélagi upp í kostnaðinn.
Sjálfsstætt starfandi sálfræðingar á Austurlandi
Sverrir Björn Einarsson
Sálfræðingur sinnir sálfræðiþjónustu fyrir ungt fólk og fullorðna vegna kvíða, þunglyndis og annars tilfinningavanda.
Staðsetning
Egilssbraut 21
Neskaupsstað, FjarðarbyggðEdda Vikar
Edda hefur langa reynslu og hefur sinnt sálfræðiþjónustu á austurlandi um árabil. Edda kemur fast annan hvern mánuð og tekur einnig fjarviðtöl.Fjarþjónusta sjálfstætt starfandi sálfræðinga
Margir aðrir sálfræðingar víðsvegar um landið bjóða upp á fjarþjónustu, m.a. sálfræðingar hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands. Mælt er með því að fólk hafi sjálft samband við sálfræðinga og athugi hvort að fjarþjónusta standi til boða.
Í mörgum tilvikum taka stéttarfélög þátt í að niðurgreiða sálfræðikostnað, og því er fólk hvatt til þess að kanna málið hjá sínu stéttarfélagi.
Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnun Austurlands sinna meðferð barna, ungmenna og fullorðinna. Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum innan heilsugæslu og í samvinnu við skóla og félagsþjónustu.
Læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður vísa til sálfræðinga innan HSA.
Sálfræðingur á heilsugæslustöð veitir börnum meðferð vegna hegðunar- og tilfinningavanda og foreldrum þeirra ráðgjöf. Þjónustan er gjaldfrjáls.
Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga
Meðferð barna og unglinga frá 12 til 18 ára við vægum til miðlungs alvarlegum tilfinninga- og hegðunarvanda. Almennt er miðað við 4-6 viðtöl.
Fyrir börn yngri en 12 ára er eingöngu um ráðgjafarþjónustu við foreldra eða foreldrameðferð út af tilfinningavanda barna þeirra að ræða. Almennt er miðað við 1-3 viðtöl til að meta vandann og kortleggja. Barnið er eftir atvikum með í einu af þessum viðtölum. Að matsvinnu lokinni koma næstu skref í ljós.
Hægt að búast við markvissri foreldramiðaðri meðferð í 4-6 skipti, tilvísun í hópmeðferð innan HSA eða tilvísun í önnur úrræði eða í greiningarvinnu ef talin er þörf á því.
Samstarf
Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum eru í samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður stöðvarinnar.
Aðrir samstarfsaðilar eru til dæmis félagsþjónusta og skólaskrifstofa Austurlands, barna- og unglingageðdeild Landspítala, barna og unglingateymi Sjúkrahúss Akureyrar, Greiningar- og ráðgjafarstöð Ríkisins, Þroska- og hegðunarstöð og barnavernd.
Fjarþjónusta sjálfstætt starfandi barnasálfræðinga
Margir barnasálfræðingar víðsvegar um landið bjóða upp á fjarþjónustu, meðal annarra sálfræðingar hjá
Mælt er með því að foreldrar hafi sjálfir samband við sálfræðinga og athugi hvort að fjarþjónusta standi til boða.
METIS Sálfræðistofa er á Akureyri en sálfræðingar þar hafa sérhæft sig í vinnu með börnum, unglingum, ungu fólki og fjölskyldum. Hægt er að fara í tíma þangað en einnig hægt að semja um einhverja fjarþjónustu.
Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur tekið upp hugmyndafræði Jákvæðrar heilsu. Með hugmyndafræðinni er ríkjandi hugsun snúið við en í heilbrigðisþjónusta einblínir oft á skyndilausnir við óþægindum og einstaklingurinn skilgreindur sem sjúklingur.
Í staðinn er horft á einstaklinginn sjálfan og almenna líðan hans út frá sex meginstoðum: Andlegri heilsu, tilgangi í lífinu, daglegri virkni, félagslegri þátttöku lífsgæðum og líkamlegri getu. Út frá þessu mati er einstaklingum vísað á viðeigandi úrræði, sem oft eru hvorki frekari læknismeðferð né lyfjagjöf.
Með því að fylla út í heilsuhjólið má fá nokkuð góða innsýn í það hvort líf okkar sé í góðu jafnvægi og hvort þörf sé á að vinna með eitthver svið.
Hjólið er fyllt út á þann hátt að merkt er við á vefnum hvar við erum stödd fyrir hvert svið. Ef við værum í fullu jafnvægi með öll sviðin værum við að merkja alls staðar við ysta hringinn en það gerist hjá fæstum.
Þegar búið er að merkja á hjólið stöðu á öllum sviðum má skoða hvaða svið þér finnst þú þurfa helst að vinna með og þá er mikilvægt að hafa í huga að við þurfum ekki endilega að vinna með það svið sem skora lægst heldur frekar það sem okkur finnst mest þörf á að bæta.
Hlutverk áfallateyma er að veita almenningi áfallahjálp þegar yfir dynja meiriháttar áföll, svo sem:
að lífi eða limum hafi verið ógnað
hætta hafi steðjað að ættingjum eða vinum
einstaklingar hafi orðið vitni að ofbeldi, líkamsmeiðingum eða dauða
Samráðshópur um áfallahjálp starfar á vegum Almannavarna ríkisins og stjórnar áfallahjálparviðbrögðum vegna almannavarnaástands, svo sem náttúruhamfara.
Áfallateymi Austurlands er skipað fulltrúum heilsugæslu, félagsþjónustu og kirkju. Teymið sinnir áfallahjálp innan fjórðungsins, fræðslu og forvörnum.
Fá má nánari upplýsingar hjá
Sigríði Tryggvadóttur - prestur og forsvarsmaður teymisins - sími 698 4958
Hægt er að senda tölvupóst á netfangið afallahjalp@hsa.is til að óska eftir áfallahjálp hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Geðheilsuteymi
Geðheilsuteymi hefur það hlutverk að veita geðheilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóm og þurfa á þéttri þverfaglegri aðstoð að halda, þar sem geðröskun er aðalvandi.
Hlutverk
Teymið sinnir einstaklingum 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóm og þurfa á þéttri þverfaglegri aðstoð að halda, þar sem geðröskun er aðalvandi.
Einstaklingur telst vera með geðröskun ef hann býr við andlega líðan eða ástand sem skerðir möguleika hans til lífsgæða, tilfinningalegra eða félagslegra samskipta, þátttöku í námi eða starfi eða virkni í samfélaginu að öðru leyti.
Teyminu er ekki ætlað að sinna bráðatilfellum en leitast verður við að mæta þörfum nýrra skjólstæðinga eins fljótt og auðið er.
Helstu verkefni
Sérhæfð meðferð til skamms eða lengri tíma
Ráðgjöf til heilsugæslustöðva við meðhöndlun geðsjúkdóma
Flæði notenda milli teymis og heilsugæslustöðva, Geðsvið Sjúkrahússins á Akureyti, Geðsviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss og annarra geðúrræða og stofnana
Árangur mældur með viðurkenndum aðferðum og mælitækjum
Geðheilsuteymið sinnir ekki
ADHD-greiningum
Einhverfugreiningum
Greindarprófunum
Þroskamötum
Ferli
Teymisstjóri fer yfir allar umsóknir, umsóknum er vísað frá ef nauðsynlegar upplýsingar vantar. Skjólstæðingar eru kallaðir inn í inntökuviðtal þar sem farið er yfir sögu viðkomandi og einkenni kortlögð, notaðir eru sértækir sjálfsmatslistar eftir þörfum. Á grunni þeirra upplýsinga sem aflað er, er sett upp meðferðaráætlun, með skýrum markmiðum og tímaramma.
Meðferðarvinna er unnin út frá þver- og fjölfaglegri nálgun þar sem notast verður við gagnreyndar aðferðir og farið eftir klínískum leiðbeiningum. Endurmat er á 3, 6 eða a.m.k. 12 mánaða fresti þar sem farið er yfir nýtingu þjónustunnar og árangur meðferðar metinn. Útskrift er ætíð byggð á mati á fyrrnefndum atriðum.
Leiðbeiningar fyrir tilvísanir í sálfræðiþjónustu og Geðheilsuteymi HSA
Allar tilvísanir í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og fullorðna eru sendar á farveginn „HSA geðheilsuteymi“ og sendar rafrænt á Heilbrigðisstofnun Austurlands, valin deild Neskaupsstaður Heilsugæsla.
Sálfræðingar í göngudeild sinna einstaklings- og hópmeðferðum fyrir börn og fullorðna, sem og ráðgjöf, stuðningsviðtölum og samvinnu við aðrar stofnanir (1. stigs þjónusta).
Geðheilsuteymi er úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri með flókinn eða alvarlegan vanda sem þurfa þverfaglega aðstoð (2. stigs þjónusta).
Barna geð-og þroskateymi er úrræði fyrir börn að 18 ára aldri með flókin eða alvarlegan hegðunar- eða tilfinningavanda sem krefst þverfaglegrar meðferðar eða samstarfs milli þjónustukerfa. Þá má búast við lengri meðferðartíma og reglulegum þverfaglegum teymisfundum á meðan á meðferð stendur, allt að 6 mánuði. Innan teymisins starfa sálfræðingur, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, læknir og þroskaþjálfi.
Geðlæknir kemur mánaðarlega og sinnir öllum þjónustustigum. Nóg er að taka fram í ástæðu tilvísunar ef eingöngu er verið að vísa til hans.
Reynt er að vinna út frá stigaðri meðferð eftir alvarleika einkenna og eru langflestir boðnir í matsviðtal þar sem farið er í gegnum sögu hvers og eins og einkenni kortlögð og þjónustuþörf metin.
Í tilvísun skal taka fram:
Ástæða tilvísunar
Lýsing á vanda (einkenni og áhrif á daglegt líf) - Lyf - Fyrri reynsla af meðferð
Klínískt mat á sjálfsvígshættu
Áhugi á að nýta þjónustu
Þegar tilvísun er send fyrir börn (undir 18 ára) þá afla sálfræðingar nánari upplýsinga frá foreldrum með stöðluðu eyðublaði sem foreldrum er sent innan Heilsuveru. Gott er ef tilvísendur upplýsa foreldra um það.
Hægt er að óska eftir forgangi vegna ofbeldis, sjálfsskaða, sjálfsvígstilrauna, nýlegrar útskriftar af geðdeild og fyrir börn vegna fráfalls foreldris.
Nánari útlistum á úrræðum geðheilbriðgðissviðs HSA
Opin móttaka félagsráðgjafa, Sigríður Fanney Guðjónsdóttir, sigridur.f.gudjonsdottir@hsa.is
Sigríður er með opna móttöku á Egilsstöðum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Á Eskifirði á þriðjudögum og annan hvern fimmtudag. Kostnaður vegna viðtala er 500 kr, undanþegnir eru börn, örykjar og lífeyrisþegar.
Viðtöl eru fyrir 13 ára og eldri og opnað er fyrir bókanir á tveggja vikna fresti. Hægt er að bóka viðtöl í gegnum Heilsuveru eða hringja á heilsugæslusvið HSA 470-3000.
Geðlæknisþjónusta í göngudeild
Eftir tilvísun frá heimilislæknum. Viðtöl og símakonsúlt bókanleg daglega í hádeginu.
Úrræði innan geðheilsuteymis
Fræðsluhópur - Fræðsluerindi í gegnum fjarkennslu x 1 í 13 vikur. Markmið fræðsluerindanna er að auka þekkingu, innsæi og áhugahvöt hvers og eins í sínu bataferli. Aðstandendum hvers og eins þátttakanda er velkomið að vera með á fræðslunum sem fara fram í gegnum fjarkennslu. Þátttaka er gjaldfrjáls og valfrjáls.
Áætlaður fræðslutími 40-60 mínútur.
Umsjón er í höndum Védísar Klöru Þórðardóttur hjúkrunarfræðings í geðheilsuteymi vedis.k.thordardottir@hsa.is
Sálfræðiþjónusta í göngudeild
Fullorðnir
HAM staðnámskeið eru auglýst reglulega á Egilsstöðum og í fjarðabyggð. Rafrænt-HAM nú aðgengilegt árið um kring
Forgangur vegna ofbeldis, sjálfsskaða og sjálfsvígstilrauna
Biðlisti eftir einstaklingsmeðferð vegna kvíða, þunglyndis og áfallastreitu. Yfirleitt eftir að matsviðtal hefur átt sér stað.
Börn
Að lokinni nánari upplýsingaöflun frá foreldrum er þjónustuþörf metin og forgangsraðað út frá alvarleika. Reynt er að veita ráðgjöf á sama tíma og upplýst er um biðtíma eftir meðferð.
Fyrir börn yngri en 12 ára er foreldramiðuð meðferð, fyrir 13-18 ára er einstaklingsmeðferð.
Forgangur vegna ofbeldis, sjálfsskaða, sjálfsvígstilrauna og fráfalls forráðamanna.
Námskeið : Foreldranámskeið fyrir kvíðin börn, Haltu kúlinu fyrir unglinga með kvíða, PEERS félagsfærninámskeið.
Ásta G. Birgisdóttir - Ritari geðheilsuteymis
Erla Jónsdóttir - Verkefnastjóri barnageðheilsuteymi
Eygerður Ósk Tómasdóttir - Fíkniráðgjafi
Eygló Daníelsdóttir - Málastjóri / iðjuþjálfi
Kristinn Tómasson - Geðlæknir
Sigurlín H. Kjartansdóttir - Sálfræðingur og teymisstjóri
Sverrir B. Einarsson - Sálfræðingur
Védís Klara Þórðardóttir - Málastjóri / hjúkrunarfræðingur
Þóra Elín Einarsdóttir - Sjúkraþjálfari
Almennt komugjald er 500 krónur.
Vitjun heim á dagvinnutíma kostar 3400 krónur.
Vitjun utan dagvinnutíma 4500 krónur.
Undanþegnir frá því gjaldi eru skjólstæðingar geðheilsuteymis, öryrkjar og lífeyrisþegar.