Lyfjaendurnýjanir
Tilgangur lyfjaendurnýjunarþjónustu HSA er að einstaklingar sem eru í reglulegu eftirliti hjá læknum HSA geti endurnýjað sín lyf til skemmri tíma að því gefnu að ekki sé komið að nauðsynlegu eftirliti vegna lyfjanna eða viðkomandi sjúkdóms.
Einstaklingar á þjónustusvæði HSA sem ekki eru í reglulegu eftirliti hjá læknum stofnunarinnar en þurfa endurnýjun tiltekins lyfs, skulu almennt snúa sér til þess læknis eða þeirrar stofnunar sem fylgir meðferðinni eftir.
Hægt er að endurnýja föst lyf:
Rafrænt í gegnum Heilsuveru.
Í síma 470 3020 alla virka daga frá kl. 9 til 10:30.
Athygli er vakin á því að lyf sem ekki teljast til fastra lyfja er fyrst og fremst ávísað eftir samtal við lækni.
Reikna má með að afgreiðsla lyfja geti tekið allt að 2-3 virka daga.
Hægt er að panta símatíma hjá lækni í sama símanúmer, 470 3020, vegna sterkra verkjalyfja, róandi lyfja, svefnlyfja eða annarra eftirritunarskyldra lyfja. Biðtími slíkra símatíma getur verið allt að 1 vika.
Um lyfjaendurnýjanir á HSA:
Sýklalyfjum, lyfjum í skömmtun, sterkum verkjalyfjum, róandi lyfjum og svefnlyfjum, er einungis ávísað að undangengnu viðtali við lækni.
Ef lyf eru í skömmtun er æskilegt að afhenda eða senda heilsugæslu skömmtunarkort frá apóteki.
Þumalputtaregla er að allir sem nota lyf að staðaldri ættu að koma í eftirlit árlega á heilsugæsluna.
Endurnýjun z-merktra lyfja er í höndum viðkomandi sérgreinalækna sem hafa eftirlit með meðferð.