Innan HSA starfa fjórir tengiliðir farsældar barna. Þeirra hlutverk er skv. Barna- og fjölskyldustofu eftirfarandi: Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar í heilbrigðisumdæmi barns. Sama á við ef þörf er á samþættingu þjónustu á meðgöngu. Ef þjónustuveitandi eða sá sem veitir almenna þjónustu í þágu farsældar barns tekur eftir og greinir vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt með fullnægjandi hætti og að barnið þurfi frekari þjónustu en þegar er veitt skal hann veita foreldrum og/eða barni leiðbeiningar um samþættingu þjónustu.
Einnig er hægt að hafa samband við Jónínu G. Óskarsdóttur, fagstjóra hjúkrunar heilsugæslusviðs ef ekki næst í tengilið viðkomandi svæðis.