Farsæld barna
Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns.
Innan HSA starfa fjórir tengiliðir farsældar barna. Þeirra hlutverk er skv. Barna- og fjölskyldustofu eftirfarandi: Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar í heilbrigðisumdæmi barns. Sama á við ef þörf er á samþættingu þjónustu á meðgöngu. Ef þjónustuveitandi eða sá sem veitir almenna þjónustu í þágu farsældar barns tekur eftir og greinir vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt með fullnægjandi hætti og að barnið þurfi frekari þjónustu en þegar er veitt skal hann veita foreldrum og/eða barni leiðbeiningar um samþættingu þjónustu.
Einnig er hægt að hafa samband við Jónínu G. Óskarsdóttur, fagstjóra hjúkrunar heilsugæslusviðs ef ekki næst í tengilið viðkomandi svæðis.
Allt sem þú vildir vita | Spurt og svarað | Umboðsmaður Barna
Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna (barnasattmali.is)
Umboðsmaður barna
Börn sem aðstandendur
Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997
Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Barna- og fjölskyldustofa
Lög um samþættta þjónustu í þágu farsældar barna 86/2021