Heilsugæsluþjónusta
Tímabókanir hjá heimilislæknum fara fram í gegnum aðalnúmer hverrar starfsstöðvar
Vinsamlegast tilkynnið forföll ef ekki er hægt að nýta bókaðan tíma
Símaviðtöl lækna skal panta hjá móttökuritara á heilsugæslustöð. Læknirinn hringir til þess sem á pantaðan tíma. Þessi þjónusta er fyrst og fremst til að svara stuttorðum fyrirspurnum, veita einfaldar ráðleggingar og gefa upplýsingar um niðurstöður rannsókna.
Viðtalstíma hjúkrunarfræðinga skal panta hjá móttökuritara á heilsugæslustöð.
Vaktþjónusta lækna er ætluð einstaklingum sem þarfnast læknishjálpar samdægurs vegna skyndiveikinda eða sambærilegra atvika. Vaktsími allra starfsstöðva er 1700.
Þú getur leitað til hvaða heilsugæslu innan HSA sem þér hentar.