Ofbeldis- og slysavarnir
Starfsemi embættis landlæknis á sviði ofbeldisvarna snýr að upplýsingaöflun, faglegri ráðgjöf til stjórnvalda og forvarnarvinnu í gegnum nálganir Heilsueflandi samfélags og Heilsueflandi leik- grunn- og framhaldsskóla. Embættið safnar tölulegum gögnum um fjölda þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi í gegnum rannsóknina Heilsa og líðan á Íslandi og í gegnum Lýðheilsuvaktina, netkönnun sem Gallup framkvæmir að beiðni embættisins. Niðurstöðurnar úr rannsókninni Heilsa og líðan veita mikilvægar upplýsingar um tíðni ofbeldis, málaflokks sem hefur verið lítið rannsakaður hér á landi. Þess má geta að engar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar sem meta lífstíðaralgengi kynferðisofbeldis meðal landsmanna með jafn viðamikilli rannsókn og hér um ræðir.
Örugg saman
Mikilvægt er að hefja forvarnir snemma og leiðbeina ungu fólki um heilbrigð samskipti og mörk í nánum samböndum, Embætti landlæknis hefur gefið út námsefni um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í samböndum unglinga sem ætlað er til kennslu í 9. eða 10. bekk grunnskóla. Gagnvirk kennsla af þessu tagi fyrir unglinga er ein þeirra leiða sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun mælir með sem forvörn gegn ofbeldi. Námsefnið, sem ber heitið Örugg saman, byggir á gagnreyndum aðferðum og býðst skólum að kostnaðarlausu.
Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni
Embættið á fulltrúa í hópi sem fylgir eftir þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Mælaborð um stöðu aðgerða er aðgengilegt á vef stjórnarráðsins. Ein aðgerða var að taka saman náms- og fræðsluefni er varðar forvarnir og hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sett upp sérstakan vef að nafni Stopp Ofbeldi.
Efni um ofbeldis- og slysavarnir
Mat á áhrifum af stafrænu aðgengi barna og ungmenna að klámi á heilsu þeirra og líðan. Útgefið 2023
Stopp ofbeldi. Fræðsluefni um forvarnir gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni.
Áfallaviðbrögð við kynferðisofbeldi. Bæklingur.
Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi-upplýsingaspjald
Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands
Ofbeldisforvarnir. Lögreglan
Ofbeldi gegn börnum - Fræðsluefni. Stjórnarráð Íslands - eldra efni
Umferðaröryggi og fræðsla. Samgöngustofa
Slys á öldruðum 2003. Útgefið 2005
Talnabrunnur, fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar þar sem umfjöllunarefnið er slys
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis