Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Barna- og fjölskyldustofa stuðlar að jafnri stöðu starfsmanna hjá stofnuninni og undirstofnunum hennar og leggur áherslu á að vera vinnustaður þar sem hver starfsmaður er metin á eigin forsendum svo mannauður stofnunarinnar nýtist til fullnustu.
Barna- og fjölskyldustofa er þátttakandi í verkefninu Græn skref, sem hefur það aað markmiði að fá ríkisstofnanir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi og efla umhverfisvitund starfsmanna.
Stefnan tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum. Barna- og sjölskyldustofa vill vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og leggja sitt af mörkum til að þessum skuldbindingum sé náð og taka þannig virkan þátt í baráttunni við loftlagsbreytingar
Áætlunin nær til allrar starfsemi Barna- og fjölskyldustofu, óháð starfsstöð og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Tilgangur persónuverndarstefnu er að upplýsa skjólstæðinga, starfsmenn og aðra þá sem kunna að eiga í samskiptum við Barna- og fjölskyldustofu um það hvernig farið er með persónuupplýsingar þeirra.