Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Loftslagsstefna

Framtíðarsýn

Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) stefnir á að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Stefna þessi tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum. Barna- og fjölskyldustofa vill leggja sitt af mörkum til að þessum skuldbindingum sé náð og taka þannig virkan þátt í baráttunni við loftlagsbreytingar.

Barna- og fjölskyldustofa tryggir að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi hennar sé fylgt og vinnur stöðugt að umbótum á umhverfisstarfi stofnunarinnar. Barna- og fjölskyldustofa fylgir grænum skrefum í ríkisrekstri og leggur þau til grundvallar í allri vinnu.

Markmið

Fram til 2030 mun Barna- og fjölskyldustofa draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um samtals 40% miðað við árið 2019. Barna- og fjölskyldustofa mun fyrst og fremst leggja áherslu á að draga úr losun í rekstri og binda meiri koltvísýring en stofnunin losar með kaupum á vottuðum kolefniseiningum.

Gildissvið

Stefnan varðar allt starfsfólk Barna- og fjölskyldustofa, nær til samgangna á hennar vegum, orkunotkunar, úrgangsmyndunar og umhverfisfræðslu að auki til allrar annarrar starfsemi hennar, bygginga, mannvirkja og framkvæmda.

Umfang

Umhverfis- og loftslagsstefna Barna- og fjölskyldustofa tekur til eftirfarandi umhverfisþátta sem unnt er að fylgjast með og mæla hverju sinni á öllum starfsstöðum BOFS:

Samgöngur

  • Losun GHL vegna aksturs á bifreiðum BOFS sem og bílaleigu- og leigubílum

  • Losun GHL vegna flugferða starfsmanna innanlands og erlendis

  • Eflum fjarfundarmenningu

  • Fjöldi samgöngusamninga sem BOFS gerir við starfsmenn

Orkunotkun

  • Rafmagns- og heitavatnsnotkun

Úrgangur

  • Losun GHL vegna lífræns- og blandaðs úrgangs

  • Endurvinnsluhlutfall

  • Magn skrifstofupappírs sem prentaður er út

  • Heildarmagn úrgangs sem til fellur

Innkaup

  • Pappírsnotkun og prentþjónusta

  • Magn skrifstofupappírs sem stofnunin kaupir

  • Hlutfall umhverfisvottaðs skrifstofupappírs sem stofnunin kaupir

  • Hlutfall umhverfisvottaðrar prentþjónustu sem stofnunin kaupir

  • Magn ræsti- og hreinsiefna sem stofnunin kaupir sjálf

  • Hlutfall umhverfisvottaðra ræsti- og hreinsiefna sem stofnunin kaupir sjálf

  • Hlutfall umhverfisvottaðrar ræstiþjónustu sem stofnunin kaupir

Eftirfylgni

Síðan 2019 hefur Barna- og fjölskyldustofa haldið Grænt bókhald þar sem teknir eru saman þýðingarmestu umhverfisþættir í starfseminni. Niðurstöður bókhaldsins eru notaðar til að móta stefnu og aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum.

  • Fyrir 1. apríl ár hvert er Grænt bókhald fyrra árs tekið saman og því skilað í Gagnagátt Umhverfisstofnunar. Teymi rekstrar- og þjónustu (umhverfisráð) sér um að taka bókhaldið saman.

  • Umhverfis- og loftslagsstefnan er rýnd árlega, árangur mældur, markmið og aðgerðaráætlun uppfærð þegar niðurstöður Græns bókhalds liggja fyrir. Allar uppfærslur verða lagðar fyrir yfirstjórn til samþykktar.

  • Upplýsingum um árangurinn er miðlað á heimasíðu Barna- og fjölskyldustofa ár hvert. Einnig birtast niðurstöður Græns bókhalds á heimasíðu Grænna skrefa ásamt niðurstöðum annarra ríkisstofnana.

Stefnan rýnd og samþykkt af framkvæmdastjórn Barna- og fjölskyldustofu 09.02.2021