Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Umhverfisstefna

Tilgangur umhverfisstefnu Barna- og fjölskyldustofu er að draga úr álagi á umhverfið, vekja áhuga á innra umhverfisstarfi og leggja þannig okkar af mörkum til betra samfélags.

Umhverfisstefna Barna- og fjölskyldustofu tekur til allrar starfsemi og starfsstöðva Barna- og fjölskyldustofu en undir hana falla innkaup, vinnuumhverfi, notkun auðlinda og meðferð efna og úrgangs.

Markmið

  • Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar á að vera liður í daglegu starfi Barna- og fjölskyldustofu.

  • Að tryggja starfsmönnum heilsusamleg og örugg starfsskilyrði.

  • Að efla umhverfisvænar samgöngur.

  • Unnið er markvisst að því að draga úr úrgangi og sóun hverskonar sem taka mið af því að minnka umhverfisáhrif.

  • Umhverfisstefnan skal endurskoðuð að lágmarki á tveggja ára fresti af framkvæmdastjórn sem er ábyrg fyrir framkvæmd hennar.

Leiðarljós

  1. Velja skal umhverfismerktar vörur í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um vistvæn innkaup og nota rammasamning Ríkiskaupa. Við innkaup skal tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða.

  2. Allur tölvu- og skrifstofubúnaður skal skarta viðeigandi umhverfis- og orkusparandi merkingum.

  3. Leitast skal við að halda fjarfundi eftir því sem kostur er.

  4. Draga úr pappírsnotkun, m.a. með því að prenta báðum megin á blöðin og gæta þess að prenta hvorki né ljósrita að óþörfu. Notast skal við fjölnota borðbúnað og draga úr notkun óþarfa umbúða auk þess fara sparlega með vatn, rafmagn, efni og efnavörur.

  5. Úrgangur er flokkaður og skilað til endurnýtingar eða endurvinnslu og öllum spilliefnum fargað á ábyrgan hátt.

  6. Við rekstur og viðhald bygginga og lóða á vegum Barna- og fjölskyldustofu skal leitast við að velja vistvæna kosti hverju sinni. Upplýsa skal verktaka um stefnu Barna- og fjölskyldustofu í umhverfismálum og gera kröfur um að henni sé fylgt eftir.

  7. Leitast skal við að velja umhverfisvænar leiðir í samgöngum þegar ferðast er á vegum Barna- og fjölskyldustofu eða til og frá vinnu, t.d. óska eftir vistvænum bílum hjá bílaleigum, leigubílastöðvum, samnýta ferðir, hjóla eða ganga. Við kaup á bifreiðum fyrir Barna- og fjölskyldustofu skal velja sparneytin og vistvæn ökutæki eins og aðstæður leyfa. Starfsfólki er boðið að gera samgöngusamning.

  8. Barna- og fjölskyldustofu haldi Grænt bókhald. Í Grænu bókhaldi eru teknar saman upplýsingar um hvernig innkaupum á margvíslegri rekstrarvöru og þjónustu er háttað, aðallega í formi tölulegra upplýsinga.

Samþykkt af framkvæmdastjórn Barna- og fjölskyldustofu 22. september 2020