Fara beint í efnið

Fá ellilífeyrisþegar orlofsuppbót?

Já, fyrir ellilífeyrisþega er full orlofsuppbót 50.256 krónur. Uppbótin lækkar um 2% af öðrum tekjum lífeyrisþega uns hún fellur niður. Þau sem fá greiddan hálfan ellilífeyri fá 50% af fjárhæðinni.

Hún er greidd með mánaðargreiðslum júlímánaðar þann 1. júlí.