Upplýsingar fyrir fósturforeldra
Fósturforeldrar taka að sér umönnun barna í lengri eða skemmri tíma, allt eftir aðstæðum barns. Ástæður fósturs geta verið erfiðleikar barns, að uppeldisaðstæðum þess sé áfátt, eða hvoru tveggja. Hér má finna nánari upplýsingar um ólíkar tegundir fósturs og hlutverk fósturforeldra.
Fósturforeldrar fara í gegnum hæfnismat og þurfa að hafa fengið leyfisveitingu til þess að geta tekið barn að sér í fóstur. Barnaverndarþjónustur sjá um að fela fósturforeldrum umsjá barns og í undirköflum þessarar síðu eru nánari upplýsingar um það hvernig fólk gerist fósturforeldrar.
Þjónustuaðili
Barna- og fjölskyldustofaTengd stofnun
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála